„Þetta er kerfi sem ég skil ekki“

Dagmál | 10. febrúar 2025

„Þetta er kerfi sem ég skil ekki“

Nýleg rannsókn á Íslandi sýnir að beitiland, opinn úthagi gefur meiri kolefnisbindingu en friðað land. Þetta kemur heim og saman við rannsóknir í öðrum löndum, til að mynda í Skotlandi. Auknar efasemdir eru um leið komnar fram um að skógrækt sé sú afgerandi lausn sem talið hefur verið þegar kemur að því að auka kolefnisbindingu.

„Þetta er kerfi sem ég skil ekki“

Dagmál | 10. febrúar 2025

Nýleg rannsókn á Íslandi sýnir að beitiland, opinn úthagi gefur meiri kolefnisbindingu en friðað land. Þetta kemur heim og saman við rannsóknir í öðrum löndum, til að mynda í Skotlandi. Auknar efasemdir eru um leið komnar fram um að skógrækt sé sú afgerandi lausn sem talið hefur verið þegar kemur að því að auka kolefnisbindingu.

Nýleg rannsókn á Íslandi sýnir að beitiland, opinn úthagi gefur meiri kolefnisbindingu en friðað land. Þetta kemur heim og saman við rannsóknir í öðrum löndum, til að mynda í Skotlandi. Auknar efasemdir eru um leið komnar fram um að skógrækt sé sú afgerandi lausn sem talið hefur verið þegar kemur að því að auka kolefnisbindingu.

Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor í landnýtingu, við háskólann á Hólum í Hjaltadal er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag en hún stýrði þeirri rannsókn sem vitnað er til hér að ofan. Megin niðurstaða rannsóknarinnar er að beitiland gefur mun meiri kolefnisbindingu en friðað land. Tilraunin var umfangsmikil og fór fram á 34 stöðum á landinu.

Verðum að fá nákvæmari mælingar

Með þessari frétt fylgir brot úr viðtalinu við Önnu Guðrúnu þar sem hún horfir til skógræktar og þeirrar miklu ásóknar sem verið hefur í að planta trjám til kolefnisbindingar. Hún kallar eftir betri upplýsingum um hversu mikið skógur gerir þegar upp er staðið. Hún vill sjá nákvæmari mælingar í stað þeirra áætlana sem fram til þessa hefur verið stuðst við. Í sama streng hefur fyrrum landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson tekið og er vitnað í nýlega grein hans í Bændablaðinu þar sem hann fullyrðir að kolefnisskógrækt sé á villigötum.

Þegar Anna Guðrún er spurð út í sölu á kolefnisjöfnun og það kerfi sem þar hefur orðið til svarar hún því til að hún skilji ekki það kerfi og ítrekar að liggja þurfi til grundvallar betri mælingar. Taka þurfi inn í slíka útreikninga hvað land var að binda mikið kolefni áður en það var friðað og plantað í það skógi.

Gömlu skógarnir binda ekki kolefni

Rannsóknir hafa sýnt að gömlu skógarnir í Skandinavíu eru ekki að binda kolefni. Þeir eru að anda því. Á öðrum stað í viðtalinu fer Anna Guðrún yfir mögulegar ástæður þess að Loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna hafi mögulega dregið upp skakka mynd þegar kemur að kolefnisbindingu plantna í norðanverðri Evrópu.

Hún segir rétt að staldra við og hafa í huga að Ísland er síðasta vígi úthagans í Evrópu. Friðun lands til skógræktar dragi mikið úr líffræðilegum fjölbreytieika og tegundum fækki mikið. Þar hefur Ísland skyldur vegna alþjóðlegra samninga um verndun þess fjölbreytileika.

Hér er á ferðinni fróðlegt viðtal sem hreyfir við rótgrónum hugmyndum. Þátturinn í heild sinni er opinn fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is