Á fimmta tug trjáa verða felld í Öskjuhlíð á morgun á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Um er að ræða þau tré sem skaga hæst upp úr Öskjuhlíðinni. Þetta staðfestir Einar Þorsteinsson borgarstjóri í samtali við mbl.is.
Á fimmta tug trjáa verða felld í Öskjuhlíð á morgun á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Um er að ræða þau tré sem skaga hæst upp úr Öskjuhlíðinni. Þetta staðfestir Einar Þorsteinsson borgarstjóri í samtali við mbl.is.
Á fimmta tug trjáa verða felld í Öskjuhlíð á morgun á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Um er að ræða þau tré sem skaga hæst upp úr Öskjuhlíðinni. Þetta staðfestir Einar Þorsteinsson borgarstjóri í samtali við mbl.is.
Um er að ræða tré sem miða við svokallaðan OCS-hindrunarflötinn – sama flöt og miðað var við í september þegar 45 tré voru felld og hefur verið gert samkvæmt verklagi undanfarin ár.
Segir Einar að aðgerðaáætlun fyrir fyrsta áfanga trjáfellinga vegna tilmæla Samgöngustofu verði einnig lögð fram á morgun og geri hún ráð fyrir fellingu 500 trjáa.
„Við þurfum að fá viðbrögð frá Samgöngustofu og ISAVIA um þessa áætlun og síðan fjalla um þetta á vettvangi borgarinnar.“
Aðspurður segir Einar ekki enn hafa verið leitt til lykta hver ber kostnaðinn af stærri framkvæmdinni en honum þykir eðlilegt að umræðan verði tekin við ríkið.
„Umræða um kostnað má þó ekki standa í vegi fyrir því að flugbrautin verði opnuð,“ segir Einar.
Hann segir mikilvægt að trjáfellingar fari af stað strax en getur ekkert sagt til um hvort felling þeirra 40-50 trjáa sem felld verða á morgun dugi til að liðka fyrir opnun flugbrautarinnar.
„Það er mat Samgöngustofu og ISAVIA. það eru þau sem taka ákvörðun um þetta.“