Heimir Már gengur til liðs við Flokk fólksins

Alþingi | 11. febrúar 2025

Heimir Már gengur til liðs við Flokk fólksins

Heimir Már Pétursson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins.

Heimir Már gengur til liðs við Flokk fólksins

Alþingi | 11. febrúar 2025

Heimir Már Pétursson.
Heimir Már Pétursson. Ljósmynd/Aðsend

Heimir Már Pétursson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins.

Heimir Már Pétursson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins.

Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands árið 1989. Heimir Már á langan feril að baki í blaða- og fréttamennsku, lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, að því er segir í tilkynningu frá flokknum. 

Þá hefur Katrín Viktoría Leiva verið ráðin sem lögfræðingur þingflokks Flokks fólksins.

Katrín Viktoría Leiva.
Katrín Viktoría Leiva. Ljósmynd/Aðsend

Hún lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og ML-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Hluta meistaranámsins stundaði hún við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Árið 2020 hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.

Viktoría hefur starfað sem lögfræðingur frá árinu 2014, m.a. á sviðum kröfuréttar og fjármunaréttar og á sviði persónuverndar. Árið 2020 hóf hún störf hjá Rauða krossinum á Íslandi sem lögfræðingur í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Hún hefur nú verið ráðin til starfa fyrir þingflokk Flokks fólksins. 

mbl.is