Sagði Sigurð ljúga blákalt að þingheimi

Alþingi | 11. febrúar 2025

Sagði Sigurð ljúga blákalt að þingheimi

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að víkja ekki orði að stöðu kennara í útsendri stefnuræðu sinni, í umræðum um stefnuræðuna á Alþingi í gærkvöldi.

Sagði Sigurð ljúga blákalt að þingheimi

Alþingi | 11. febrúar 2025

Jóhann Páll Jóhannsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Kristrún Frostadóttir.
Jóhann Páll Jóhannsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Kristrún Frostadóttir. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að víkja ekki orði að stöðu kennara í útsendri stefnuræðu sinni, í umræðum um stefnuræðuna á Alþingi í gærkvöldi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að víkja ekki orði að stöðu kennara í útsendri stefnuræðu sinni, í umræðum um stefnuræðuna á Alþingi í gærkvöldi.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kom hins vegar inn á kjaradeilu kennara í þeirri stefnuræðu sem hún flutti úr ræðustól Alþingis og vék þar aðeins frá þeirri hefð að fylgja útsendri ræðu.

Jóhann Páll Jóhannsson. umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson. umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Eyþór

Fékk Sigurður Ingi því skammir frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, samflokksráðherra Kristrúnar. Sakaði Jóhann Páll Sigurð um lygar.

„Í umfjöllun um menntamál var ekki orði vikið í útsendri stefnuræðu að stöðu kennara eða þeirri grafalvarlegu stöðu að þúsundir barna hafi setið heima og að óbreyttu stefni í allsherjarverkfall. Hvar eru skilaboð ríkisstjórnarinnar til fólksins sem var hérna úti, kennaranna sem voru hérna úti áðan?“ Sagði Sigurður í ræðu sinni og vísaði þar til kennara sem fjölmennt höfðu á samstöðufund á Austurvelli skömmu áður en stefnuræðan var flutt og létu í sér heyra fyrir utan Alþingishúsið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eyþór

Ávarpaði sannarlega kennara

Í ræðu sinni sagði Kristrún að ríkisstjórnin hefði lýst sig reiðubúna til liðka fyrir kjarasamningum við kennara. Traustið væri hins vegar laskað og það þyrfti að byggja upp.

„Og þó að forsætisráðherra komi ekki með beinum hætti að gerð kjarasamninga þá hefur þessi ríkisstjórn lýst sig reiðubúna til að liðka fyrir samningum við kennara með því að standa einhuga að því að flýta virðismatsvegferð og með því að flýta aðgerðum í menntamálum til að taka á breyttri stöðu í skólasamfélaginu og bæta aðstæður kennara og nemenda. Við skiljum þörfina og við skiljum líka að traustið er laskað og nú þarf að byggja það upp að nýju,“ sagði Kristrún í stefnuræðu sinni í gær.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skammaði Sigurð Inga fyrir að segja forsætisráðherra ekki víkja að stöðu kennara.

„Og reyndar beit hann höfuðið af skömminni með því að ljúga því blákalt hérna að þingheimi að hæstvirtur forsætisráðherra hefði ekki ávarpað kennara í ræðu sinni, hefði ekki vikið að menntamálum eða ávarpað kennara þarna úti, sem hún gerði svo sannarlega.“

mbl.is