Stöðva góðgerðastarfsemi í kjölfar ákvörðunar Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 11. febrúar 2025

Stöðva góðgerðastarfsemi í kjölfar ákvörðunar Trumps

Tvær norskar góðgerðastofnanir hafa stöðvað starfsemi sína í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að frysta greiðslur til erlendra hjálparsamtaka.

Stöðva góðgerðastarfsemi í kjölfar ákvörðunar Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 11. febrúar 2025

Myndin var tekin 13. apríl 2019 og sýnir starfsfólk Norsk …
Myndin var tekin 13. apríl 2019 og sýnir starfsfólk Norsk Folkehjelp bera barn á börum úr skógi fyrir utan Osló á æfingu félagsins. AFP

Tvær norskar góðgerðastofnanir hafa stöðvað starfsemi sína í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að frysta greiðslur til erlendra hjálparsamtaka.

Tvær norskar góðgerðastofnanir hafa stöðvað starfsemi sína í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að frysta greiðslur til erlendra hjálparsamtaka.

Mannúðarsamtök er starfa í þágu flóttafólks (The Norwegian Refugee Council) hafa þurft að binda endi á starfsemi sína í tæplega 20 löndum og hjálparstofnunin Norsk Folkehjelp, er sérhæfir sig í förgun jarðsprengja og annarra sprengiefna, þarf að segja upp 1.700 starfsmönnum í tólf löndum, þar á meðal Úkraínu, Afganistan, Írak og Kambódíu. 

Hefur stofnunin tapað um 40% af fjármögnun sinni í kjölfar ákvörðunar forsetans.

Myndin var tekin 6. ágúst 2008 og sýnir mann með …
Myndin var tekin 6. ágúst 2008 og sýnir mann með málmleitartæki við æfingu í að fjarlægja jarðsprengjur á þegar hreinsaðri strönd, á vegum Norsk Folkehjelp. AFP

Bitnar mest á börnum

Ákvörðun Trumps miðar að því að draga úr útgjöldum ríkisins. Í þeim tilgangi vill hann meðal annars leggja niður Alþjóðaþróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID). Hefur hann sagt „hundruð milljóna dala fara til staða sem þeir ættu ekki að fara til.“

„Að frysta fjárhagslegan stuðning við förgun jarðsprengja og annarra sprengiefna hægir ekki aðeins á starfseminni, heldur mun það tefja og í versta falli snúa við þeim gífurlegu framförum sem heimurinn hefur náð, með Bandaríkin í fararbroddi, í baráttunni við þessi vopn,“ sagði Raymond Johansen, framkvæmdastjóri Norsk Folkehjelp, í yfirlýsingu.

Fyrirtækið hafði um 3.200 manns í vinnu og starfsemi í 21 landi.

„Mest mun þetta þetta bitna á börnum, bændum og sveitarfélögum sem verða fyrir áhrifum af jarðsprengjum um allan heim,“ sagði Johansen.

Að sögn fyrirtækisins fórust tæplega 7.000 manns af völdum jarðsprengja árið 2023.

mbl.is