Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að láta verði alla gísla lausa úr haldi á Gasa í síðasta lagi fyrir hádegi á laugardaginn. Ef það gerist ekki þá hótar forsetinn að vopnahléssamningum á milli Ísraels og Hamas-samtakanna verði rift.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að láta verði alla gísla lausa úr haldi á Gasa í síðasta lagi fyrir hádegi á laugardaginn. Ef það gerist ekki þá hótar forsetinn að vopnahléssamningum á milli Ísraels og Hamas-samtakanna verði rift.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að láta verði alla gísla lausa úr haldi á Gasa í síðasta lagi fyrir hádegi á laugardaginn. Ef það gerist ekki þá hótar forsetinn að vopnahléssamningum á milli Ísraels og Hamas-samtakanna verði rift.
Í gær bárust þær fréttir úr herbúðum Hamas-samtakanna að þau ætli að fresta lausn gísla úr haldi sínu um óákveðinn tíma en þau saka Ísraelsmenn um brot á skilmálum vopnhléssamningsins.
Ísraelsmenn neita þessum ásökunum og saka Hamas-samtökin um að brjóta á skilmálunum með yfirlýsingu sinni.
Trump tekur hins vegar fram að það sé á endanum undir Ísrael komið hvort halda eigi vopnahléssamkomulaginu áfram.
Samkvæmt vopnahléssamningi Ísraela og Hamas, sem tók gildi 19. janúar, ber Hamas að sleppa 33 ísraelskum gíslum á fyrstu 42 dögum vopnahlésins. Aftur á móti verða Ísraelar að sleppa um 1.900 föngum úr ísraelskum fangelsum.
Fimmtu fanga- og gíslaskiptin fóru fram nýliðna helgi. Þremur ísraelskum gíslum og 183 palestínskum föngum var þá sleppt.
Spennan á Gasa hefur magnast eftir að Trump lagði til í síðasta mánuði að yfirtaka Gasasvæðið og fjarlægja meira en tvær milljónir íbúa þess.