Berglind mælir með þessum dásamlega jarðarberja-chiagraut

Uppskriftir | 12. febrúar 2025

Berglind mælir með þessum dásamlega jarðarberja-chiagraut

Þessi dásamlegi jarðarberja-chiagrautur er fullkominn morgunverður og getur líka verið frábær hádegishressing.

Berglind mælir með þessum dásamlega jarðarberja-chiagraut

Uppskriftir | 12. febrúar 2025

Jarðarberja-chiagrauturinn kemur vel út í fallegum eftirréttaskálum á fæti.
Jarðarberja-chiagrauturinn kemur vel út í fallegum eftirréttaskálum á fæti. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þessi dá­sam­legi jarðarberja-chia­graut­ur er full­kom­inn morg­un­verður og get­ur líka verið frá­bær há­deg­is­hress­ing.

Þessi dá­sam­legi jarðarberja-chia­graut­ur er full­kom­inn morg­un­verður og get­ur líka verið frá­bær há­deg­is­hress­ing.

Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­semar er iðin við að ná sér inn­blást­ur á net­inu þegar hún er að prófa sig áfram með nýj­ar upp­skrift­ir. Á dög­un­um rakst hún á svipaða hug­mynd að upp­skrift á net­inu og eft­ir að hún prófaði að gera súkkulaði-chia­graut varð hún að prófa að gera jarðarber líka.

Það skemmti­lega við þessa chia­grauta er að það er hægt leika sér með bragðteg­und­ir og líka velja ávexti til setja ofan á.

Jarðarberja-chia­graut­ur

Fyr­ir 4

  • 200 g jarðarber
  • 1 ban­ani
  • 30 g haframjöl
  • 1 msk. kó­kos­mjöl
  • 1 msk. hlyns­íróp
  • 350 ml létt­mjólk frá MS
  • 50 g chia­fræ

Aðferð:

  1. Setjið allt nema chia­fræ í bland­ar­ann og blandið vel sam­an.
  2. Hellið í skál, hrærið chia­fræj­un­um sam­an og geymið í ís­skáp í að minnsta kosti 3 klukku­stund­ir (eða yfir nótt).
  3. Setjið graut­inn síðan í skál­ar og toppið með því sem hug­ur­inn girn­ist.
  4. Hér notaði Berg­lind gríska jóg­úrt, jarðarber og smá saxað dökkt súkkulaði.

 

 

mbl.is