Svaf hjá tengdasyni sínum

Samskipti kynjanna | 16. febrúar 2025

Svaf hjá tengdasyni sínum

Kona segir í pistli á Daily Mail frá funheitu ástarsambandi við tengdason sinn. Ekki nóg með það heldur kennir hún dóttur sinni um framhjáhaldið.

Svaf hjá tengdasyni sínum

Samskipti kynjanna | 16. febrúar 2025

Fólk elskar kynlíf.
Fólk elskar kynlíf. Ljósmynd/Colourbox

Kona seg­ir í pistli á Daily Mail frá fun­heitu ástar­sam­bandi við tengda­son sinn. Ekki nóg með það held­ur kenn­ir hún dótt­ur sinni um fram­hjá­haldið.

Kona seg­ir í pistli á Daily Mail frá fun­heitu ástar­sam­bandi við tengda­son sinn. Ekki nóg með það held­ur kenn­ir hún dótt­ur sinni um fram­hjá­haldið.

Hún gleymdi að sinna þörf­um hans

„Ég hafði alltaf lagt áherslu á að kyn­líf skipti karl­menn miklu máli í sam­bönd­um. Dótt­ur minni fannst það alltaf gam­aldags afstaða og þegar hún eignaðist börn og var upp­tek­in af ferl­in­um þá hélt tengda­son­ur­inn fram­hjá - með mér!“

„Já, ég svaf hjá föður barna­barna minna. Eig­in­manni dótt­ur minn­ar. Og já ég hvika ekki frá því að þetta sé að miklu leyti henni að kenna því hún gleymdi að sinna þörf­um hans.“

„Dótt­ir mín hafði stungið upp á því að hann kæmi og byggi hjá mér í sex mánuði vegna vinnu­skuld­bind­inga en við búum í sitt­hvoru land­inu. Ég hélt að ég gæti þannig haft aug­un á hon­um fyr­ir hana. En ég laðaðist að hon­um. Mér fannst hann fynd­inn, sjarmer­andi, gáfaður og af­skap­lega mynd­ar­leg­ur. Og hann sagði mér að dótt­ir mín væri hætt að vera náin hon­um.“

Sner­ist um meira en kyn­líf

„Ég skil að fólk hneykslist á mér. Ég er ekki skrímsli. En þetta sner­ist um meira en kyn­líf. Við þróuðum til­finn­ing­ar í garð hvors ann­ars. Svo vor­um við bæði svo einmana. Maður­inn minn var mikið fjar­ver­andi vegna vinnu oft vik­um sam­an. Og þegar hann var heima fannst mér ég vera ósýni­leg. Tengda­son­ur­inn kom hins veg­ar fram við mig líkt og ég væri gyðja og hlustaði á mig.“

„Smátt og smátt áttaði ég mig á því hvað ég naut þess að hafa hann nærri. Hann var spjall­ari ólíkt eig­in­manni mín­um. Hann hrósaði mér mikið og við fór­um að elda sam­an kvöld­mat. Hann sagði mér allt um æsku sína, unglings­ár­in og framtíðaráætlan­ir. Hann sagðist vilja ferðast um heim­inn. Hann fór sí­fellt meir að hnýta í dótt­ur mína, hvernig hún nennti aldrei hinu og þessu og fleira í þeim dúr. Eitt kvöldið fór hann að tala um að það vantaði alla nánd. Þetta byrjaði sak­leys­is­lega en svo kom allt út. Dótt­ir mín hafði átt erfiða fæðingu og varð al­veg af­huga kyn­lífi. Þau stunduðu kyn­líf einu sinni í mánuði í mesta lagi. Hann hafði stungið upp á ráðgjöf en hún neitaði.“

Myndi kannski gera þetta aft­ur

„Eitt kvöldið dönsuðum við sam­an í stof­unni og eitt leiddi af öðru. Við misst­um stjórn á öllu og það var æðis­legt. Eft­ir á var ég miður mín en við héld­um þessu samt áfram þar til hann sneri loks heim til sín.“

„Kannski var hann bara að nota mig. Ég yrði eyðilögð ef dótt­ir mín kæm­ist að þessu en ég sé ekki eft­ir þess­ari til­finn­ingu...hvað ég var lif­andi á meðan á fram­hjá­hald­inu stóð. Myndi ég gera þetta aft­ur? Ég bara veit það ekki.“

mbl.is