„Tímasetningin sérstök“

„Tímasetningin sérstök“

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að fréttir um áhuga stjórnar Arion banka um að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna séu áhugaverðar en komi um leið á óvart.

„Tímasetningin sérstök“

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 16. febrúar 2025

Arna Lára Jónsdóttir, formaður formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Arna Lára Jónsdóttir, formaður formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. mbl.is/mbl.is

Formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is seg­ir að frétt­ir um áhuga stjórn­ar Ari­on banka um að hefja viðræður við Íslands­banka um samruna fé­lag­anna séu áhuga­verðar en komi um leið á óvart.

Formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is seg­ir að frétt­ir um áhuga stjórn­ar Ari­on banka um að hefja viðræður við Íslands­banka um samruna fé­lag­anna séu áhuga­verðar en komi um leið á óvart.

„Mér finnst tíma­setn­ing­in sér­stök þar sem fjár­málaráðuneytið er að und­ir­búa sölu rík­is­ins á eign­ar­hlut sín­um í Íslands­banka,“ seg­ir Arna Lára Jóns­dótt­ir, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, við mbl.is.

Arna seg­ir að frum­varp um sölu rík­is­ins í eign­ar­hlut þess í Íslands­banka sé ekki komið fram og ekki fyr­ir nefnd­ina en von­ar að það komi í næstu viku.

„Ég verð alltaf pínu­lítið tor­trygg­in þegar rætt er um svona samruna og hann eigi að skila sér svo mikið til lands­manna. Það kem­ur í hlut Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að fara yfir þetta mál og við verðum að sjá hvað það seg­ir en það er mik­il­vægt í mín­um huga að það ríki sam­keppni á markaði,“ seg­ir hún.

Arna Lára seg­ist ekki vilja fella neina dóma um málið en seg­ist spyrja sig hvað liggi að baki. Hún seg­ist hafa efa­semd­ir um að ávinn­ing­ur samruna Ari­on banka og Íslands­banka rati í vasa neyt­enda.

Spurð hvort þetta mál verði tekið upp á fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar seg­ir hún að það verði ör­ugg­lega rætt og sér­stak­lega í sam­hengi við sölu rík­is­ins á eign­ar­hlut­an­um í Íslands­banka.

mbl.is