„Klósett, slökun, klósett“

Spursmál | 26. febrúar 2025

„Klósett, slökun, klósett“

Síðasta vika fór af stað með hvelli í íslenskri pólitík og báru samfélagsmiðlar helsta áhrifafólks landsins þess berlega merki. Í þessum nýja dagskrárlið Spursmála verður fylgst með grannt með stjórn­mála­öflum og fólki á sam­fé­lags­miðlum og yfirferðinni gerð skil með reglulegum hætti í þættinum.

„Klósett, slökun, klósett“

Spursmál | 26. febrúar 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Síðasta vika fór af stað með hvelli í ís­lenskri póli­tík og báru sam­fé­lags­miðlar helsta áhrifa­fólks lands­ins þess ber­lega merki. Í þess­um nýja dag­skrárlið Spurs­mála verður fylgst með grannt með stjórn­mála­öfl­um og fólki á sam­fé­lags­miðlum og yf­ir­ferðinni gerð skil með reglu­leg­um hætti í þætt­in­um.

    Síðasta vika fór af stað með hvelli í ís­lenskri póli­tík og báru sam­fé­lags­miðlar helsta áhrifa­fólks lands­ins þess ber­lega merki. Í þess­um nýja dag­skrárlið Spurs­mála verður fylgst með grannt með stjórn­mála­öfl­um og fólki á sam­fé­lags­miðlum og yf­ir­ferðinni gerð skil með reglu­leg­um hætti í þætt­in­um.

    Jóm­frú­ar­ræður flæddu um allt

    Fyrstu dag­ar nýs þings fóru hressi­lega af stað og keppt­ust nýir þing­menn við að deila sín­um fyrstu skref­um í þing­störf­um. Til­finn­ing­in var sú að ann­ar hver þingmaður hafi flutt jóm­frú­ar­ræðu og deilt tilþrif­un­um á sam­fé­lags­miðla líkt og færsl­urn­ar hér að neðan gefa dæmi um.

    Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son - Sam­fylk­ing

    Snorri Más­son - Miðflokk­ur

    Halla Hrund Loga­dótt­ir - Fram­sókn

    View this post on In­sta­gram

    A post shared by Fram­sókn (@fram­sokn)

    Jens Garðar Helga­son - Sjálf­stæðis­flokk­ur

    Alma Möller - Sam­fylk­ing­in

    Hústúr á Alþingi 

    Jón Gn­arr, nýr þingmaður Viðreisn­ar, tók að sjálf­sögðu þátt í gleðinni og veitti þjóðinni inn­sýn inn í heim Alþing­is í létt­um hústúr og var hann sér­stak­lega ánægður með hvernig sal­ern­is- og slök­un­ar­rým­um þar er háttað.

    View this post on In­sta­gram

    A post shared by Viðreisn (@vi­dreisn)

    Mennta­mál­in efst á oddi

    Mennta­mál­in hafa verið of­ar­lega á baugi í sam­fé­lagsum­ræðunni síðustu miss­eri og virðast nýliðarn­ir María Rut Krist­ins­dótt­ir og Snorri Más­son ætla taka mála­flokk­inn föst­um tök­um áfram.

    Útvarps­gjaldið til umræðu

    Miðflokks­maddamm­an Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir er ekki syst­ir bróður síns fyr­ir ekki neitt og hjólaði í RÚV og út­varps­gjaldið af mikl­um krafti á þing­inu á dög­un­um.

    Kristrún og Þor­gerður á far­alds­fæti

    Þær K-Frost og Togga sóttu alþjóðlegu ör­ygg­is­málaráðstefn­una í München þar sem þær funduðu með helstu leiðtog­um og ráðherr­um heims enda alþjóðamál­in of­ar­lega á baugi þessi miss­er­in.

    Hvor þeirra hrepp­ir hnossið?

    Nú stytt­ist óðfluga  í upp­gjör hjá Sjálf­stæðis­fólki en heimlich-meist­ar­inn Áslaug Arna og ís­drottn­ing­in Guðrún Haf­steins gátu þó slíðrað sverðin og pósað fyr­ir mynd á Kjör­dæm­isþingi Norðaust­ur­kjör­dæm­is sem fram fór á Húsa­vík í síðustu viku. Báðar mættu þær í Spurs­mála­settið til Stef­áns Ein­ars síðastliðinn föstu­dag og komust vel frá því. Nú er bara að sjá hvor þeirra hrepp­ir for­manns­stól Sjálf­stæðis­flokk­inn um næstu helgi.

    mbl.is