#68. - Mega blaðamenn brjótast inn á heimili fólks?

Spursmál | 7. mars 2025

#68. - Mega blaðamenn brjótast inn á heimili fólks?

Hvar liggja mörk friðhelgi einkalífsins og hvar tekur réttur almennings til upplýsingagjafar við? Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar ræðir það í nýjasta þætti Spursmála. Og margt fleira er þar á dagskrá.

#68. - Mega blaðamenn brjótast inn á heimili fólks?

Spursmál | 7. mars 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:25:18
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:25:18
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hvar liggja mörk friðhelgi einka­lífs­ins og hvar tek­ur rétt­ur al­menn­ings til upp­lýs­inga­gjaf­ar við? Eva Hauks­dótt­ir, lögmaður Páls Stein­gríms­son­ar ræðir það í nýj­asta þætti Spurs­mála. Og margt fleira er þar á dag­skrá.

Hvar liggja mörk friðhelgi einka­lífs­ins og hvar tek­ur rétt­ur al­menn­ings til upp­lýs­inga­gjaf­ar við? Eva Hauks­dótt­ir, lögmaður Páls Stein­gríms­son­ar ræðir það í nýj­asta þætti Spurs­mála. Og margt fleira er þar á dag­skrá.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­töku af hon­um má sjá í  spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og YouTu­be, og er hún öll­um aðgengi­leg.

Frétt­ir vik­unn­ar 

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, alþing­ismaður og fyrr­um bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði ræðir frétt­ir vik­unn­ar ásamt Birni Brynj­úlfi Björns­syni, fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs. Rósa hafði aðkomu að gerð kjara­samn­inga við kenn­ara og í þætt­in­um verður hún spurð út í meinta aðkomu Ásthild­ar Lóu Þór­halls­dótt­ur, mennta­málaráðherra að gerð samn­ing­anna og eins fram­göngu Heiðu Bjarg­ar Hilm­is­dótt­ur, for­manns Sam­taka ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Uppá­koma hjá sveit­ar­fé­lög­un­um

Sú síðast­nefnda ein­angraði sig frá allri stjórn sam­tak­anna þegar hún sagðist reiðubú­in fyr­ir hönd Reykja­vík­ur að ganga til samn­inga við kenn­ara, jafn­vel þótt öll önn­ur sveit­ar­fé­lög lands­ins væru ekki til í að bjóða upp í þann dans. 

RÚV er vand­inn á þröng­um markaði

Björn Brynj­úlf­ur kynnti fyrr í vik­unni ásamt sam­starfs­fólki sínu skýrslu um fjöl­miðlamarkaðinn og það hvernig Rík­is­út­varpið gín yfir öðrum fyr­ir­tækj­um á þeim markaði.

Þá verður tali einnig vikið að nýj­um hagræðing­ar­til­lög­um sem rík­is­stjórn­in er kom­in með á sitt borð. Þar er stefnt að því að spara 70 millj­arða á næstu fimm árum. Það eru inn­an við 1% aðhaldsaðgerðir á hvert ár.

Inn­ansveit­ar­kronika

Í þætt­in­um er einnig rætt við Álf­hildi Leifs­dótt­ur, sveit­ar­stjórn­ar­konu í Skagaf­irði og framá­konu í Vinstri­hreyf­ing­unni grænu fram­boði. Hún er afar ósátt við þær fyr­ir­ætlan­ir meiri­hlut­ans í sveit­ar­fé­lag­inu að selja tvö af tíu fé­lags­heim­il­um héraðsins. Hún ræðir þau mál og stöðu VG sem virðist rúst­ir ein­ar eft­ir það af­hroð sem flokk­ur­inn galt í síðustu alþing­is­kosn­ing­um.

Ekki missa af spenn­andi sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14. 

Rósa Guðbjartsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Eva Hauksdóttir og Björn Brynjúlfur Björnsson …
Rósa Guðbjarts­dótt­ir, Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir, Eva Hauks­dótt­ir og Björn Brynj­úlf­ur Björns­son eru gest­ir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Spurs­mál­um að þessu sinni. Sam­sett mynd/​mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir
mbl.is