Meghan fagnar þrátt fyrir hræðilega gagnrýni

Kóngafólk | 7. mars 2025

Meghan fagnar þrátt fyrir hræðilega gagnrýni

Byrjað er að streyma nýjustu lífsstílsþáttum Meghan hertogaynju af Sussex á Netflix og hafa þeir ratað á topp tíu lista streymisveitunnar.

Meghan fagnar þrátt fyrir hræðilega gagnrýni

Kóngafólk | 7. mars 2025

Þættir Meghan eru umdeildir.
Þættir Meghan eru umdeildir. AFP

Byrjað er að streyma nýj­ustu lífs­stílsþátt­um Meg­h­an her­togaynju af Sus­sex á Net­flix og hafa þeir ratað á topp tíu lista streym­isveit­unn­ar.

Byrjað er að streyma nýj­ustu lífs­stílsþátt­um Meg­h­an her­togaynju af Sus­sex á Net­flix og hafa þeir ratað á topp tíu lista streym­isveit­unn­ar.

Meg­h­an hef­ur fagnað þess­ari vel­gengni á sam­fé­lags­miðlum með því að deila klipp­um úr þátt­un­um sem heita With Love, Meg­h­an.

Þætt­irn­ir hafa hins veg­ar ekki hlotið já­kvæða rýni. Held­ur kepp­ast gagn­rýn­end­ur við að hakka þætt­ina í sig.

Gagn­rýn­andi The In­depend­ent, Katie Rossein­sky, gaf þátt­un­um eina stjörnu af fimm mögu­leg­um. „Allt sem hún ger­ir er búið að kjarna í auðmelt­an­leg­um lífs­lex­í­um. Það að rækta eigið hun­ang verður áminn­ing um að reyna á mörk sín. Jafn­vel köku án krems er lýst sem „fal­legri að inn­an“. “

Gagn­rýn­andi The Guar­di­an tek­ur í sama streng og held­ur því fram að kannski verður þetta henn­ar síðasta uppá­tæki fyr­ir Net­flix, fólk vilji sjá hina raun­veru­legu Meg­h­an. „Vanda­málið er að eng­inn vill horfa á Meg­h­an skreyta maríu­bjöllu-snitt­ur. Þætt­irn­ir væru helst gagn­leg­ir sem líf­laust upp­fyll­ing­ar­efni í aðra þætti.“

Þá hafa þætt­irn­ir hlotið slæma dóma á Rotten Tom­ato og einn gagn­rýn­and­inn sagði þætt­ina valda von­brigðum. „Þetta eru von­brigði fyr­ir okk­ur sem vor­um að von­ast eft­ir ein­hverju sem hægt væri að tengja við.“

Gagn­rýn­end­ur The Times seg­ir þætt­ina reyna að sýna Meg­h­an sem of­ur­mömmu í kremlituðum kasmír-föt­um. „Ef þú hélst að þú mynd­ir frek­ar steikja aug­un þín á pönnu frek­ar en að horfa á þætt­ina. Þá get ég sagt að upp­lif­un­in sé mun verri. Hér fáum við að sjá hversu rík hún er og úr tengsl­um líkt og það sé eðli­legt að fólk geri heima­gert kerti úr bý­flugna­vaxi eða leggi ferskt lofn­ar­blóm á hand­klæði.“

The Tel­egraph gef­ur þátt­un­um tvær stjörn­ur og kall­ar þá æf­ingu í nars­iss­isma, upp­fullt af rán­dýr­um miðdeg­is­verðum. „Meg­h­an býður alla vel­komna nema þú sért faðir henn­ar, systkini, tengda­fjöl­skylda, 99% af vin­um eig­in­manns­ins eða Piers Morg­an.“

Radio Times seg­ir þetta ekki það versta í heimi en að Brook­lyn Beckham þurfi ekki að ótt­ast sam­keppn­ina um kokka­hatt­inn.

“With Love, Meghan” voru frumsýndir á Netflix 4. mars.
“With Love, Meg­h­an” voru frum­sýnd­ir á Net­flix 4. mars. AFP
mbl.is