Sannfærður um réttmæti rannsóknarinnar

Ákært fyrir hryðjuverk | 7. mars 2025

Sannfærður um réttmæti rannsóknarinnar

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist sannfærður um að rétt hafi verið að rannsaka sakborningana Sindra Snæ Birgisson og Ísidór Nathansson á grundvelli hryðjuverkaákvæðis.

Sannfærður um réttmæti rannsóknarinnar

Ákært fyrir hryðjuverk | 7. mars 2025

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar.
Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi yf­ir­lög­regluþjónn hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ist sann­færður um að rétt hafi verið að rann­saka sak­born­ing­ana Sindra Snæ Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son á grund­velli hryðju­verka­ákvæðis.

Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi yf­ir­lög­regluþjónn hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ist sann­færður um að rétt hafi verið að rann­saka sak­born­ing­ana Sindra Snæ Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son á grund­velli hryðju­verka­ákvæðis.

Líkt og fram hef­ur komið hafa þeir tví­veg­is verið sýknaðir í hryðju­verka­hluta máls­ins.

Málið á ræt­ur sín­ar að rekja til árs­ins 2022 þegar lög­regla blés til blaðamanna­fund­ar eft­ir að fjór­ir voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­reglu í Holta­smára í Kópa­vogi og síðan í iðnaðar­hús­næði í Mos­fells­bæ.

Kom fram á blaðamanna­fundi rík­is­lög­reglu­stjóra í kjöl­far þess að ætla mætti að sak­born­ing­arn­ir væru að skipu­leggja árás á stofn­un og var Alþingi síðar nefnt í því sam­hengi. Sagt var á þeim tíma að hættu­ástandi hefði verið af­stýrt. Grím­ur var í for­svari á blaðamanna­fund­in­um ásamt Karli Stein­ari Vals­syni hjá rík­is­lög­reglu­stjóra og Sveini Ingi­bergi Magnús­syni hjá héraðssak­sókn­ara.

Síðan hafa þeir Sindri og Ísi­dór tví­veg­is verið sýknaðir í hryðju­verkaþætti máls­ins en Lands­rétt­ur dæmdi þá í 18 og 12 mánaða fang­elsi fyr­ir vopna­laga­brot.

Lá fyr­ir að brugðið gæti til beggja vona

„Það lá fyr­ir að það gæti brugðið til beggja vona hvernig hryðju­verka­ákvæðið yrði túlkað í hegn­ing­ar­lög­un­um. Að því leyti til kem­ur niðurstaðan í gær ekki endi­lega á óvart enda var niðurstaðan sam­hljóðandi með héraðsdómi,“ seg­ir Grím­ur.

Í ljósi þess að gripið var til blaðamanna­fund­ar þar sem aðgerðum var lýst, var farið of geyst þegar málið var kynnt fyr­ir fjöl­miðlum?

Ég tel svo ekki vera. Ég lít þannig á að á þess­um tíma­punkti hafi verið full ástæða til rann­sókn­ar á þess­um gögn­um sem voru fyr­ir­liggj­andi. Og það hef­ur komið fram und­ir rekstri máls­ins að vitnað var til skýrslu Europol þar sem niðurstaðan var sú að full ástæða hafi verið til rann­sókn­ar. Það má ekki gleyma því að þarna varð niðurstaðan 18 mánaða dóm­ur fyr­ir vopna­laga­brot sem ekki er létt­vægt,“ seg­ir Grím­ur.

Fóru ekki af stað með vænt­ing­ar í huga 

Hann bend­ir á að menn hafi ekki farið af stað og rann­sakað málið með ein­hverj­ar vænt­ing­ar um ákveðna niður­stöðu í mál­inu í huga. 

„Rann­sókn­in er al­gjör­lega sjálf­stæð og svo hið sjálf­stæða ákæru­vald sem tek­ur við mál­inu þegar rann­sókn­inni er lokið og met­ur hvort ákæra á eða ekki. Í þessu til­felli er ákveðið að ákæra. En svo er þetta niðurstaðan í Lands­rétti (sýkna) og þannig geng­ur þetta bara fyr­ir sig,“ seg­ir Grím­ur. 

mbl.is