Halda í sakleysið og vilja vera án skotvopna

Dagmál | 10. mars 2025

Halda í sakleysið og vilja vera án skotvopna

Norskir lögreglumenn kalla nú eftir því að vopnast eftir að lögregluþjónn þar í landi var skotinn við reglubundið eftirlit.

Halda í sakleysið og vilja vera án skotvopna

Dagmál | 10. mars 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:09
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:09
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Norsk­ir lög­reglu­menn kalla nú eft­ir því að vopn­ast eft­ir að lög­regluþjónn þar í landi var skot­inn við reglu­bundið eft­ir­lit.

Norsk­ir lög­reglu­menn kalla nú eft­ir því að vopn­ast eft­ir að lög­regluþjónn þar í landi var skot­inn við reglu­bundið eft­ir­lit.

Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­regluþjóna, var ný­lega á fundi með starfs­bræðrum á Norður­lönd­un­um, þar sem þetta kom fram. Danska lög­regl­an vopnaðist á ein­um degi vegna sam­bæri­legs at­viks fyr­ir nokkru.

Renn­ur upp sá dag­ur að ís­lenska lög­regl­an vopn­ist skot­vopn­um?

„Ég er ekki viss um það. Það er ofboðslega mik­il breyt­ing á sam­fé­lagi, að lög­regla vopn­ist skot­vopn­um. Ég var nú á fundi úti í Nor­egi um dag­inn. Þar var nú verið að fara í gegn­um þetta. Norsk­ur lög­reglumaður var skot­inn ný­lega þegar hann var að stoppa bif­reið og svo var þessi skotárás í Svíþjóð. Þá sögðu Norðmenn­irn­ir, ja nú er bara kom­inn tími til að við ber­um skot­vopn.

Norsk­ir lög­reglu­menn bera al­mennt ekki skot­vopn nema á viss­um árs­tím­um. Þannig að þessi þróun er kom­in til Nor­egs. Sví­arn­ir segja alltaf við okk­ur. Þetta byrj­ar í Svíþjóð, svo fer þetta til Dan­merk­ur, svo til Finn­lands, svo til Nor­egs og til Íslands,“ upp­lýs­ir Fjöln­ir í viðtali í Dag­mál­um í vik­unni.

Hann seg­ir að stór hluti lög­reglu­manna vilji helst ekki bera skot­vopn við dag­leg störf. Í því fel­ist ákveðin óþæg­indi.

„Við í ís­lensku lög­gæsl­unni vilj­um dá­lítið vera ná­lægt fólki. Við vilj­um getað labbað um á 17. júní og heilsað og vinkað litl­um börn­um. Þegar ég er með skot­vopn þarf ég að vera með ör­ygg­is­ra­díus í kring­um mig. Það má eng­inn koma ná­lægt mér. Það er þessi kannski breyt­ing. Erum við til­bú­in í hana?“

Fjöln­ir seg­ir að mjög mörg til­vik sem ís­lenska lög­regl­an er að glíma við kalli ekki endi­lega á skot­vopn og nefn­ir sér­sveit­ina sem hægt er að kalla til við al­var­leg­ar aðstæður. Hann þekk­ir hins veg­ar að starfa úti á landi þar sem voru hundrað kíló­metr­ar í sér­sveit­ina og þá hafi hann þurft að vopn­ast sjálf­ur.

Lög­regl­an er nú kom­in með raf­byss­ur og seg­ir Fjöln­ir að það sé millistig sem henti oft bet­ur við þær aðstæður sem kunna að koma upp.

„Ég held að Íslend­ing­ar al­mennt vilji ein­hvern veg­inn halda í sitt sak­leysi og lög­regl­an meira að segja vill ekki segja Íslend­ing­um hvað er að ger­ast á land­inu af því að hún vill líka að þeir haldi í sitt ör­yggi og sak­leysi. Ég lít dá­lítið þannig á það,“ seg­ir Fjöln­ir.

En hrökkvið þið ekk­ert við þegar norsk­ir koll­eg­ar ykk­ar segja, nú er kom­inn tími á að við fáum skot­vopn?

„Maður heyrði það að danska lög­regl­an vopnaðist á einni nóttu þegar lög­reglumaður var skot­inn. Vænt­an­lega ger­ist það í Nor­egi líka,“ seg­ir Fjöln­ir.

Viðtalið við Fjölni Sæ­munds­son, formann Lands­sam­bands lög­reglu­manna, geta áskrif­end­ur horft á með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

mbl.is