Mikil aðsókn á matarmarkaðinn

Matarmarkaður Íslands | 10. mars 2025

Mikil aðsókn á matarmarkaðinn

Matarmarkaður Íslands fór fram í Hörpu um helgina, en þar hefur hann farið fram tvisvar sinnum á ári frá árinu 2013.

Mikil aðsókn á matarmarkaðinn

Matarmarkaður Íslands | 10. mars 2025

Matarmarkaður Ungir sem aldnir gerðu sér ferð á matarmarkaðinn um …
Matarmarkaður Ungir sem aldnir gerðu sér ferð á matarmarkaðinn um helgina. Gestir gátu gætt sér á íslenskum landbúnaðarvörum. mbl.is/Ólafur Árdal

Mat­ar­markaður Íslands fór fram í Hörpu um helg­ina, en þar hef­ur hann farið fram tvisvar sinn­um á ári frá ár­inu 2013.

Mat­ar­markaður Íslands fór fram í Hörpu um helg­ina, en þar hef­ur hann farið fram tvisvar sinn­um á ári frá ár­inu 2013.

Á markaðnum koma sjó­menn, bænd­ur og smáfram­leiðend­ur sam­an og selja afurðir sín­ar til neyt­enda. Markaður­inn fer fram tvisvar sinn­um á ári, í aðdrag­anda jóla og í mars­mánuði.

Hlé­dís Sveins­dótt­ir, einn aðstand­enda markaðar­ins, seg­ir að mik­il aðsókn hafi verið á markaðinn um helg­ina og að fram­leiðend­ur hafi verið hæst­ánægðir með góða sölu. Seg­ir hún aðsókn­ina hafa verið ívið meiri í aðdrag­anda jóla en að fram­leiðend­ur hafi þess í stað getað átt betra sam­tal við neyt­end­ur, sem Hlé­dís seg­ir afar mik­il­vægt fyr­ir ís­lensk­an land­búnað.

Hlé­dís seg­ir að fram­leiðend­ur hafi komið víðast hvar af land­inu til að selja vör­ur sín­ar. Meðal ann­ars hafi sauðfjár­bóndi úr Þistil­f­irði gert sér ferð á markaðinn til að selja afurðir sín­ar, en hann sel­ur til að mynda kerti og sápu úr úr kindatólg.

Hægt var að fá afar fjöl­breytt­ar vör­ur á markaðnum. Meðal ann­ars var hægt að kaupa túlí­pana frá Stykk­is­hólmi, kvígu­kjöt af Snæ­fellsnesi og mak­ríl­vör­ur frá Höfn í Hornafirði, svo eitt­hvað sé nefnt.

13 ára vann í mat­ar­keppni

Markaður­inn var op­inn bæði á laug­ar­dag og sunnu­dag en á laug­ar­dag var blásið til mat­ar­keppni í sam­starfi við Íslenskt lamb þar sem kepp­end­ur áttu að elda kvöld­máltíð með ís­lensku lamba­kjöti á fimmtán mín­út­um.

Hlé­dís seg­ir að mark­miðið með keppn­inni hafi verið að vekja at­hygli á að ís­lenskt lamba­kjöt sé góð afurð sem sé einnig góð til eld­un­ar í dags­ins amstri.

Björn Skúla­son, for­seta­maki, var yf­ir­dóm­ari í keppn­inni. Sex ein­stak­ling­ar á aldr­in­um sex til 58 ára tóku þátt í keppn­inni en það var hinn þrett­án ára Jakob Leó Ægis­son sem stóð uppi sem sig­ur­veg­ari. Hann mat­reiddi lambasnit­sel sem var borið fram með rabarbara­sultu með brúnu kara­melíseruðu smjöri sem Hlé­dís seg­ir að hafi heillað dóm­nefnd­ina upp úr skón­um.

mbl.is