Arnar með áhugaverðar hugmyndir um leikfræði landsliðsins

Dagmál | 11. mars 2025

Arnar með áhugaverðar hugmyndir um leikfræði landsliðsins

„Það eina sem ég þarf að passa mig á er að ofhugsa ekki hlutina því það er svo langt í fyrsta leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar með áhugaverðar hugmyndir um leikfræði landsliðsins

Dagmál | 11. mars 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:15
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:15
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Það eina sem ég þarf að passa mig á er að of­hugsa ekki hlut­ina því það er svo langt í fyrsta leik,“ sagði Arn­ar Gunn­laugs­son, nýráðinn þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dag­mál­um.

„Það eina sem ég þarf að passa mig á er að of­hugsa ekki hlut­ina því það er svo langt í fyrsta leik,“ sagði Arn­ar Gunn­laugs­son, nýráðinn þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dag­mál­um.

Arn­ar, sem er 51 árs gam­all, var ráðinn landsliðsþjálf­ari þann 15. janú­ar eft­ir að hafa stýrt Vík­ingi úr Reykja­vík frá ár­inu 2018 en liðið varð tví­veg­is Íslands­meist­ari und­ir stjórn Arn­ars og fjór­um sinn­um bikar­meist­ari.

Mik­il­vægt að vera góður í öllu

Arn­ar er far­inn að mynda sér skoðanir á því hvernig hann vill að landsliðið spili und­ir sinni stjórn.

„Ég er með nokkr­ar hug­mynd­ir hvað þetta varðar og ég hef oft talað fyr­ir því að það sé mik­il­vægt að vera góður í öllu, ekki fest­ast í ein­hverju ákveðnu DNA,“ sagði Arn­ar.

„Miðað við leik­manna­hóp­inn sem við höf­um þá vil ég að við séum lið sem hleyp­ur mikið og að það sé erfitt að spila á móti okk­ur. Við þurf­um líka að geta haldið í bolt­ann þegar við á.

Við verðum að spila góðan varn­ar­leik og verðum að vera lið sem er stolt af því að þjást aðeins. Töl­fræðin okk­ar í Þjóðadeild­inni var ekki nægi­lega góð og ef þetta hefði verið fé­lagslið þá hefðum við verið í fall­bar­áttu.

Ég veit ekki hvort að fólk trú­ir því en ég var með varn­ar­leik á heil­an­um hjá Vík­ingi. Mesta vinn­an fór í varn­ar­leik­inn og mér fannst það tak­ast vel til hjá Vík­ingi og ég sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að það muni ekki tak­ast vel til hjá landsliðinu líka,“ sagði Arn­ar meðal ann­ars.

Viðtalið við Arn­ar í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér eða á hlekk­inn hér fyr­ir ofan.

Arnar Gunnlaugsson.
Arn­ar Gunn­laugs­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is