Fyrrum ritstjóri Vanity Fair gagnrýnir sjónvarpsþátt Meghan Markle

Kóngafólk | 12. mars 2025

Fyrrum ritstjóri Vanity Fair gagnrýnir sjónvarpsþátt Meghan Markle

With Love, Meghan, nýir lífstílssjónvarpsþættir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, hafa fengið harða gagnrýni.

Fyrrum ritstjóri Vanity Fair gagnrýnir sjónvarpsþátt Meghan Markle

Kóngafólk | 12. mars 2025

Meghan Markle virðist ekki alveg vera „með þetta“ samkvæmt áliti …
Meghan Markle virðist ekki alveg vera „með þetta“ samkvæmt áliti Tinu Brown, fyrrum ritstjóra Vanity Fair. SUZANNE CORDEIRO / AFP

With Love, Meg­h­an, nýir lífstíls­sjón­varpsþætt­ir her­togaynj­unn­ar af Sus­sex, Meg­h­an Markle, hafa fengið harða gagn­rýni.

With Love, Meg­h­an, nýir lífstíls­sjón­varpsþætt­ir her­togaynj­unn­ar af Sus­sex, Meg­h­an Markle, hafa fengið harða gagn­rýni.

Tina Brown sem er fyrr­um rit­stjói Vanity Fair felldi dóm­inn í kjöl­far fyrsta þátt­ar Markle og sagði hann aðeins „falska full­komn­un“.

Hún seg­ir her­togaynj­una hafa ein­staka til­hneig­ingu til að mis­skilja tíðarand­ann með sjón­varpsþætti sín­um sem er ekk­ert annað en „fölsk full­komn­un“, akkúrat þegar sam­fé­lagið kall­ar eft­ir ein­hverju allt öðru.

Per­són­an, það er Markle sjálf, seg­ir Brown vera alls ekki sann­fær­andi, að hún dul­búi sig sem ein­hvers kon­ar áhrifa­vald þegar hún er í raun hinn full­komni fylgj­andi.

„Hún er á eft­ir kúrf­unni.“

Reyn­ir að end­ur­heimta glatað orðspor

„With Love, Meg­h­an, nær sér aldrei á strik eft­ir fá­rán­legt upp­hafs­atriði þar sem hún dul­býr sig sem bý­flugna­bónda og hvísl­ar að bý­flugna­rækt­and­an­um sín­um um und­ur bý­flugna.“

Þá bæt­ir Brown við að þátt­ur­inn sé vitni um hve langt aft­ur her­togaynj­an hef­ur horfið síðan hún braust inn í vit­und al­menn­ings fyr­ir meira en átta árum.

Brown fer svo langt að segja að hún telji að Markle og eig­inmaður henn­ar, Harry prins, hafi ekki tekið rétta ákvörðun um að yf­ir­gefa skyld­ur sín­ar sem hátt­sett­ir meðlim­ir bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. Það hefði verið skyn­sam­legra fyr­ir þau að bíða eft­ir and­láti Elísa­bet­ar II drottn­ing­ar, sem lést 2022 þá 96 ára.

Auk sjón­varpsþátt­anna gaf Harry bretaprins út bók með end­ur­minn­ing­um sín­um, Spare.

„Allt sem Meg­h­an þurfti að gera var að þegja og bíða.“ Og bæt­ir Brown því við að Markle sé svo ári óþol­in­móð. 

Brown virðist hafa séð ákveðin áform hjá Markle um að fá á sig geislabaug og end­ur­heimta þannig glatað orðsporið.

Page Six

mbl.is