Ætluðu að fella íslensk stjórnvöld með Wintris

Dagmál | 13. mars 2025

Ætluðu að fella íslensk stjórnvöld með Wintris

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, rifjar Wintris-málið upp og aðdraganda þess í afmælisviðtali í Dagmálum en hann varð fimmtugur í gær.
Rætur málsins rekur hann til baráttu sinnar við kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna eftir fjármálahrun.

Ætluðu að fella íslensk stjórnvöld með Wintris

Dagmál | 13. mars 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:54
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:54
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, rifjar Wintris-málið upp og aðdrag­anda þess í af­mælisviðtali í Dag­mál­um en hann varð fimm­tug­ur í gær.
Ræt­ur máls­ins rek­ur hann til bar­áttu sinn­ar við kröfu­hafa þrota­búa föllnu bank­anna eft­ir fjár­mála­hrun.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, rifjar Wintris-málið upp og aðdrag­anda þess í af­mælisviðtali í Dag­mál­um en hann varð fimm­tug­ur í gær.
Ræt­ur máls­ins rek­ur hann til bar­áttu sinn­ar við kröfu­hafa þrota­búa föllnu bank­anna eft­ir fjár­mála­hrun.

„Þegar við vor­um í þess­um slag, sem sner­ist um gíf­ur­lega pen­inga, og menn van­mátu það alltaf hversu mikl­ir hags­mun­ir þetta væru í formi pen­ing­anna sem þarna voru und­ir hjá þess­um vog­un­ar­sjóðum, sem hafa nú beitt ýms­um aðferðum og komið í frétt­ir að sömu sjóðir ein­hverj­ir hafi mútað mönn­um og reynt að fella stjórn­völd í Afr­íku og hvað eina. En þetta voru óhemju hags­mun­ir fyr­ir þessa aðila en ennþá meiri hags­mun­ir, fyr­ir ekki bara þá, held­ur allt fjár­mála­kerfið, alþjóðafjár­mála­kerfið, sem þeir réðu að svo miklu leyti,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

„Manni fannst svo margt í þessu ósann­gjarnt“

Les­end­um er ef­laust mörg­um í fersku minni viðtal sem tekið var við Sig­mund Davíð árið 2016, þegar hann var for­sæt­is­ráðherra Íslands. Þar var hon­um gerð fyr­ir­sát og þegar viðtalið tók óvænta stefnu og hann skyndi­lega spurður um fé­lag að nafni Wintris. Spurður hvort sá tími sem fór í hönd í kjöl­far viðtals­ins hafi reynst Sig­mundi erfiður seg­ir hann:

„Já, auðvitað var hann það á ýms­an hátt, sér­stak­lega af því að manni fannst svo margt í þessu ósann­gjarnt. En um leið þegar maður er í svona hama­gangi, í stríði við stóra aðila, þá fylg­ir því ákveðinn kraft­ur. Adrenalín má kannski kalla það. En þetta var nátt­úru­lega al­gjör­lega yf­ir­gengi­legt mál eins og er nú kannski aðeins að koma upp á yf­ir­borðið núna, meðal ann­ars í er­lend­um frétt­um, og ég held að meira að segja Rík­is­út­varpið hafi flutt frétt um það.“

At­b­urðarás­in skýrist

Hann seg­ir mönn­um það nú vera að verða ljóst hvernig þess­um at­b­urði, og öðrum, hafi í raun verið stýrt.

„Michael Shell­en­ber­ger, sem ég held að mér sé al­veg óhætt að segja að sé einn þekkt­asti rann­sókn­ar­blaðamaður heims, skrif­ar um þetta meðal annarra. Að þetta hafi allt sam­an verið skipu­lagt með það að mark­miði að ná ákveðnum stjórn­mála­mönn­um niður. Og það hefði auðvitað strax átt að hringja ákveðnum viðvör­un­ar­bjöll­um þegar menn sáu að einn af fjöl­miðlun­um sem að voru í þessu sam­krulli, leiddu það hvernig þetta myndi mynda fram, Süddeutsche Zeit­ung, birti stórt plakat, forsíðumynd, af þeim sem að ætti helst að taka fyr­ir í þess­um skjöl­um. Mynd af Vla­dimír Pútín, Ahma­dinejad, sem þá var ráðandi í Íran, Assad, sem þá var ráðandi í Sýr­landi, og „yours truly“ – ein­hver for­sæt­is­ráðherra­blók á Íslandi sem eng­inn hafði nokk­urn tím­ann heyrt um.“

Ætluðu að fram­kvæma „coop“

Eng­inn skort­ur hafi verið á nöfn­um heimsþekktra í Panama-skjöl­un­um. Knatt­spyrnugoðsögn­in Messi, Dav­id Ca­meron þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og fleiri, sem marg­ir hverj­ir hefðu raun­veru­lega notið skatta­legs hagræðis af því að geyma fjár­muni í aflönd­um.

„Og svo maður­inn sem átti konu, sem hafði frá upp­hafi gefið all­ar eign­irn­ar upp á ís­lensk­um skatt­skýrsl­um og greitt af þeim fulla ís­lenska skatta eins og þeir væru vistaðir hér á landi. Þannig að af hverju komst ég í þenn­an merki­lega hóp? Og af hverju var svona mikið lagt und­ir? Þeir gátu nú ekki á sér setið þess­ir Sví­ar þarna sem að skipu­lögðu þetta og notuðu ein­hverja ein­feldn­inga hér heima til þess að aðstoða sig, að búa til heim­ild­ar­mynd um þetta þar sem þeir sýndu sög­una, hvernig þeir skipu­lögðu þetta allt sam­an og sögðu frá því að þeir væru að fara til Íslands til að fram­kvæma „coop“, fella ríkj­andi stjórn­völd.“

Mynd­brotið sem hér er vísað í má horfa á í spil­ar­an­um efst á síðunni en áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á viðtalið í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is