Arnar: Lít ekki á starfið sem stökkpall

Dagmál | 13. mars 2025

Arnar: Lít ekki á starfið sem stökkpall

„Maður hefur farið í leiðangur með Víkingi og í Evrópukeppnina, sem hefur gengið vel, og það hefur vakið athygli út á við,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar: Lít ekki á starfið sem stökkpall

Dagmál | 13. mars 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Maður hef­ur farið í leiðang­ur með Vík­ingi og í Evr­ópu­keppn­ina, sem hef­ur gengið vel, og það hef­ur vakið at­hygli út á við,“ sagði Arn­ar Gunn­laugs­son, nýráðinn þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dag­mál­um.

    „Maður hef­ur farið í leiðang­ur með Vík­ingi og í Evr­ópu­keppn­ina, sem hef­ur gengið vel, og það hef­ur vakið at­hygli út á við,“ sagði Arn­ar Gunn­laugs­son, nýráðinn þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dag­mál­um.

    Arn­ar, sem er 51 árs gam­all, var ráðinn landsliðsþjálf­ari þann 15. janú­ar eft­ir að hafa stýrt Vík­ingi úr Reykja­vík frá ár­inu 2018 en liðið varð tví­veg­is Íslands­meist­ari und­ir stjórn Arn­ars og fjór­um sinn­um bikar­meist­ari.

    Bú­inn með þann pakka

    Arn­ar ver sterk­lega orðaður við þjálf­ara­stöðuna hjá sænska úr­vals­deild­ar­fé­lag­inu Norr­köp­ing árið 2023 og voru marg­ir sem vildu sjá Arn­ar taka skrefið út og þjálfa er­lent fé­lagslið.

    „Norr­köp­ing var al­veg spenn­andi dæmi en ég þarf samt ekki að fara út bara til þess að fara út,“ sagði Arn­ar.

    „Ég gerði það þegar ég var leikmaður og ég er bú­inn með þann pakka í mínu lífi. Það var eng­in æv­in­týraþrá í mér að rífa upp fjöl­skyld­una og flytja út. Þetta snér­ist fyrst og fremst um það hversu spenn­andi starfið var, sam­an­borið við það að vera í Vík­inni.

    Það eru for­rétt­indi að vinna á góðum vinnustað með góðu fólki. Þá fór ég að horfa á landsliðsstarfið og hvort það væri góður vett­vang­ur fyr­ir mig til þess að ná ennþá betri ár­angri. Ég lít ekki á þetta starf sem ein­hvern stökkpall, ég vil vera í þessu starfi til langs­tíma,“ sagði Arn­ar meðal ann­ars.

    Viðtalið við Arn­ar í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér eða á hlekk­inn hér fyr­ir ofan.

    Arnar Gunnlaugsson.
    Arn­ar Gunn­laugs­son. mbl.is/​Karítas
    mbl.is