Fyrirgefur svikin en gleymir ekki

Dagmál | 13. mars 2025

Fyrirgefur svikin en gleymir ekki

Í kjölfar Wintris-fyrirsátarinnar árið 2016 vildi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, fá öll gögn sem málinu tengdust fram í dagsljósið en upplifði að áhugi fjölmiðla og almennings á því að leita sannleikans var ekki til staðar.

Fyrirgefur svikin en gleymir ekki

Dagmál | 13. mars 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í kjöl­far Wintris-fyr­ir­sát­ar­inn­ar árið 2016 vildi Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, fá öll gögn sem mál­inu tengd­ust fram í dags­ljósið en upp­lifði að áhugi fjöl­miðla og al­menn­ings á því að leita sann­leik­ans var ekki til staðar.

    Í kjöl­far Wintris-fyr­ir­sát­ar­inn­ar árið 2016 vildi Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, fá öll gögn sem mál­inu tengd­ust fram í dags­ljósið en upp­lifði að áhugi fjöl­miðla og al­menn­ings á því að leita sann­leik­ans var ekki til staðar.

    Þetta er meðal þess sem kem­ur í af­mælisviðtali við Sig­mund Davíð, formann Miðflokks­ins, í Dag­mál­um. 

    Skaðinn var skeður og þróuðust mál þannig að Sig­mund­ur Davíð hrökklaðist úr for­sæt­is­ráðherra­stól. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­flokksmaður hans tók við og hafði í kjöl­farið for­manns­stól­inn í Fram­sókn af Sig­mundi einnig.

    Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður …
    Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, voru áður sam­herj­ar í Fram­sókn. sam­sett mynd/​mbl.is

    Spurður hvort það hafi breytt hon­um sem mann­eskju að ganga í gegn­um svo mikið mót­læti seg­ir Sig­mund­ur Davíð:

    „Já, já. En þetta var ekki fyrsta og ekki síðasta „hit job“ sem maður hef­ur farið í gegn­um. En maður venst því og þetta er, myndi ég segja, tvennt ólíkt. Ann­ars veg­ar það þegar þú ert að fást við raun­veru­lega and­stæðinga, jafn­vel þótt þeir séu slott­ug­ir og mis­heiðarleg­ir og geta verið öfl­ug­ir, og hins veg­ar þegar þú upp­lif­ir stung­ur í bakið eða svik fé­laga. Það er erfiðara myndi ég segja, yf­ir­leitt. En ég er hérna enn, orðinn fimm­tug­ur, og hef enn þá ýmis verk að vinna.“

    Ertu bú­inn að fyr­ir­gefa forn­um fjend­um?

    „Já, sagði ekki Kenn­e­dy ein­hvern tím­ann: „Fyr­ir­gefðu óvin­in­um þínum en aldrei gleyma nöfn­um þeirra“.“

    mbl.is