Á Gucci sér viðreisnar von?

Fatastíllinn | 14. mars 2025

Á Gucci sér viðreisnar von?

Demna Gvasalia hefur verið ráðinn nýr listrænn stjórnandi ítalska tískuhússins Gucci. Hann kemur frá franska tískuhúsinu Balenciaga þar sem hann hefur gegnt stöðu listræns stjórnanda síðustu tíu ár. 

Á Gucci sér viðreisnar von?

Fatastíllinn | 14. mars 2025

Mikil von er bundin við Demna Gvasalia.
Mikil von er bundin við Demna Gvasalia. GEOFFROY VAN DER HASSELT/AFP

Demna Gvasalia hef­ur verið ráðinn nýr list­rænn stjórn­andi ít­alska tísku­húss­ins Gucci. Hann kem­ur frá franska tísku­hús­inu Balenciaga þar sem hann hef­ur gegnt stöðu list­ræns stjórn­anda síðustu tíu ár. 

Demna Gvasalia hef­ur verið ráðinn nýr list­rænn stjórn­andi ít­alska tísku­húss­ins Gucci. Hann kem­ur frá franska tísku­hús­inu Balenciaga þar sem hann hef­ur gegnt stöðu list­ræns stjórn­anda síðustu tíu ár. 

Þess­ar frétt­ir koma nokkr­um vik­um eft­ir að Gucci til­kynnti um brott­för ít­alska fata­hönnuðar­ins Sa­bato De Sarno sem stoppaði stutt við. De Sarno tók við Gucci af Al­ess­andro Michele sem kom Gucci á flug þegar hann var aðal­hönnuður. De Sarno tókst ekki að hleypa lífi í Gucci á þess­um stutta tíma en sal­an dróst sam­an um 25% á síðasta ári. Það hafði mik­il áhrif á móður­fé­lag fyr­ir­tæk­is­ins, Ker­ing, en Gucci er þeirra stærsta merki. Balenciaga er einnig í eigu Ker­ing. 

Íþróttagall­ar fyr­ir ríka fólkið

Mik­il von er bund­in við Gvasalia og fróðlegt verður að sjá hvað hann ger­ir hjá ít­alska lúxusmerk­inu. Ráðning­in er þó ekki laus við að vera um­deild. Eins og áður kom fram hef­ur Gvasalia vakið mikla at­hygli hjá Balenciaga en síðustu fatalín­ur hans hafa þó þótt vanta ým­is­legt. Hann hef­ur aðallega verið í því að senda skít­uga íþróttagalla fyr­ir ríka fólkið niður tískupall­ana eins og haust- og vetr­ar­lín­an hans fyr­ir árið 2025 hjá Balenciaga sýndi vel. Í lín­una vantaði nýj­ung­ar sem flest­ir aðdá­end­ur Gucci von­ast til að sjá á næstu miss­er­um.

Það verður þó að taka fram að Gvasalia hef­ur stór­kost­lega hæfi­leika í að koma sinni sýn áfram og búa til tísku­strauma sem koma á óvart. Hann er van­ur að fara sín­ar eig­in leiðir og það er ná­kvæm­lega það sem Gucci þarf á þess­um tíma­punkti. 

Úr haust- og vetrarlínu Balenciaga fyrir árið 2025.
Úr haust- og vetr­ar­línu Balenciaga fyr­ir árið 2025.

„Það er mik­ill heiður að kom­ast inn í Gucci-fjöl­skyld­una,“ sagði Gvasalia í frétta­til­kynn­ingu. „Ég ber mikla virðingu fyr­ir tísku­hús­inu og hef lengi dást að merk­inu. Ég hlakka til að skrifa næsta kafla um stór­kost­lega sögu tísku­húss­ins og teym­is­ins hjá Gucci.“

„Skap­andi kraft­ur hans er ná­kvæm­lega það sem Gucci þarf,“ sagði François-Henri Pi­nault, for­stjóri Ker­ing um ráðning­una.

mbl.is