Þessi pítsa á eftir að rífa í

Uppskriftir | 14. mars 2025

Þessi pítsa á eftir að rífa í

Þessi bragðmikla og syndsamlega góða pítsa sem kemur úr smiðju Snorra Guðmundssonar matgæðings hjá Matur og myndir og á eftir á slá í gegn í næsta pítsapartíi.

Þessi pítsa á eftir að rífa í

Uppskriftir | 14. mars 2025

Þessi pítsa býður upp á alvöru bragðupplifun sem dásamlegt er …
Þessi pítsa býður upp á alvöru bragðupplifun sem dásamlegt er að njóta. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Þessi bragðmikla og synd­sam­lega góða pítsa sem kem­ur úr smiðju Snorra Guðmunds­son­ar mat­gæðings hjá Mat­ur og mynd­ir og á eft­ir á slá í gegn í næsta pít­sapar­tíi.

Þessi bragðmikla og synd­sam­lega góða pítsa sem kem­ur úr smiðju Snorra Guðmunds­son­ar mat­gæðings hjá Mat­ur og mynd­ir og á eft­ir á slá í gegn í næsta pít­sapar­tíi.

Hún er með piccan­te salami, jalapenó og spæsí pítsasósu og hun­angi. Hún ríf­ur vel í og ger­ir mat­ar­upp­lif­un­ina enn betri. Marg­ar fjöl­skyld­ur eru með pít­sa­kvöld á föstu­dög­um og það er vel hægt að mæla með þess­ari til að njóta, sér­stak­lega fyr­ir þá sem vilja hafa þær bragðsterk­ar.

Piccan­te salami og jalapenó pítsa með spæsí pítsasósu og hun­angi

  • 400 g San Marzano tóm­at­ar
  • 1 rif hvít­lauk­ur
  • 5 g basilíka (stilk­ur og lauf)
  • 10 g rautt chili
  • 30 ml hun­ang
  • 220 g pít­sa­deig
  • 60 g piccan­te salami (Tariello)
  • 1 stk. grænt jalapenó
  • 120 g mozzar­ella
  • Chili­f­lög­ur, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Smá­saxið chili.
  2. Setjið smá olíu í lít­inn pott og stillið á miðlungs­hita.
  3. Pressið hvít­lauksrif sam­an við og steikið í stutta stund ásamt chili þar til hvít­lauk­ur­inn fer að ilma.
  4. Kremjið San Marzano-tóm­at­ana með hönd­un­um og bætið út í pott­inn ásamt vökv­an­um úr dós­inni, basilík­unni og 1 tsk. af hun­angi.
  5. Náið upp suðu og lækkið svo hit­ann svo það malli ró­lega í pott­in­um.
  6. Látið malla í um 15 mín­út­ur eða þar til sós­an þykk­ist aðeins.
  7. Fjar­lægið basilík­una, maukið sós­una með töfra­sprota og smakkið svo til með salti.
  8. Takið pítsa­botn­inn úr kæli að minnsta kosti klukku­stund áður en elda á pítsuna.
  9. Setjið pítsa­stein í neðstu grind í ofni og stillið á hæsta hita (300°C helst).
  10. Látið stein­inn hitna á meðan unnið er í öðru.
  11. Dreifið svo­litlu hveiti yfir borðið og notið hend­urn­ar til þess að fletja pítsa­botn­inn út í um 12 cm hringi, leggið svo á bök­un­ar­papp­ír.
  12. Best er að vinna út frá miðju deigs­ins í átt að kant­in­um og reyna að hlífa um 1,5 cm af kant­in­um við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu ýtt út í kant­inn sem verður til þess að hann lyft­ist mun bet­ur.
  13. Sneiðið piccan­te salami þunnt ásamt grænu jalapenó.
  14. Dreifið sósu yfir pítsa­botn­inn og því næst osti. Raðið salami og jalapenó á pítsuna og stráið chili­f­lög­um svo yfir.
  15. Færið pítsuna á pítsa­stein­inn og bakið þar til píts­an er fal­lega gyllt og ljúf­feng.
  16. Toppið með hun­angi og svört­um pip­ar þegar píts­an kem­ur úr ofn­in­um.
  17. Berið fram og njótið.
mbl.is