„Við erum bara á tánum“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 14. mars 2025

„Við erum bara á tánum“

„Staðan er róleg eins og er, en við búumst við því að farið geti að draga til tíðinda hvað úr hverju,“ sagði Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, er mbl.is náði tali af henni í dag og spurði tíðinda af umbrotamálum á Reykjanesskaga.

„Við erum bara á tánum“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 14. mars 2025

Séð yfir Svartsengi um þetta leyti árs í fyrra. Kvikusöfnun …
Séð yfir Svartsengi um þetta leyti árs í fyrra. Kvikusöfnun nálgast nú 40 milljónir rúmmetra og hefur aldrei mælst meiri. mbl.is/Árni Sæberg

„Staðan er ró­leg eins og er, en við bú­umst við því að farið geti að draga til tíðinda hvað úr hverju,“ sagði Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, er mbl.is náði tali af henni í dag og spurði tíðinda af um­brota­mál­um á Reykja­nesskaga.

„Staðan er ró­leg eins og er, en við bú­umst við því að farið geti að draga til tíðinda hvað úr hverju,“ sagði Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, er mbl.is náði tali af henni í dag og spurði tíðinda af um­brota­mál­um á Reykja­nesskaga.

„Í dag hafa ekki verið mjög marg­ir skjálft­ar miðað við síðustu daga, hrin­an sem verið hef­ur við Reykja­nestá hef­ur aðeins hægt á sér í dag og skjálft­ar við Sund­hnúkagíga hafa verið eitt­hvað í kring­um 15-16 tals­ins í dag þannig að landris held­ur áfram og við erum bara á tán­um,“ seg­ir sér­fræðing­ur­inn.

Aðspurð kveður hún rúm­mál kviku á að giska í kring­um 38 eða tæp­lega 40 millj­ón­ir rúm­metra og sé það mesta rúm­mál kviku und­ir Svartsengi síðan hrin­an hófst í des­em­ber 2023. „Það er komið upp fyr­ir það rúm­mál sem við höf­um áður mælt á svæðinu,“ seg­ir Ingi­björg að lok­um, all­ir viðbragðsaðilar séu upp­lýst­ir um stöðuna og all­ir með sín­ar áætlan­ir.

mbl.is