„Maður ræður ekki við sársaukaviðbrögðin“

Dagmál | 15. mars 2025

„Maður ræður ekki við sársaukaviðbrögðin“

Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og eigandi Heilshugar, hefur sérhæft sig í áfallafræðum og aðstoðað einstaklinga með að koma tilfinningum sínum í réttan farveg. Ómeðhöndluð áföll foreldra segir hún geta erfst á milli kynslóða og valdið tilfinningalegum skaða. Sú kenning gengur undir hugtakinu millikynslóðasmit sem hvort tveggja heyrir undir erfðir og smitáhrif sem hljótast af óheilbrigðum aðstæðum og umhverfi.   

„Maður ræður ekki við sársaukaviðbrögðin“

Dagmál | 15. mars 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:23
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:23
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Lilja Sif Þor­steins­dótt­ir, sál­fræðing­ur og eig­andi Heils­hug­ar, hef­ur sér­hæft sig í áfalla­fræðum og aðstoðað ein­stak­linga með að koma til­finn­ing­um sín­um í rétt­an far­veg. Ómeðhöndluð áföll for­eldra seg­ir hún geta erfst á milli kyn­slóða og valdið til­finn­inga­leg­um skaða. Sú kenn­ing geng­ur und­ir hug­tak­inu millikyn­slóðasmit sem hvort tveggja heyr­ir und­ir erfðir og smitáhrif sem hljót­ast af óheil­brigðum aðstæðum og um­hverfi.   

Lilja Sif Þor­steins­dótt­ir, sál­fræðing­ur og eig­andi Heils­hug­ar, hef­ur sér­hæft sig í áfalla­fræðum og aðstoðað ein­stak­linga með að koma til­finn­ing­um sín­um í rétt­an far­veg. Ómeðhöndluð áföll for­eldra seg­ir hún geta erfst á milli kyn­slóða og valdið til­finn­inga­leg­um skaða. Sú kenn­ing geng­ur und­ir hug­tak­inu millikyn­slóðasmit sem hvort tveggja heyr­ir und­ir erfðir og smitáhrif sem hljót­ast af óheil­brigðum aðstæðum og um­hverfi.   

„Það er hug­tak sem kall­ast utangena­erfðir (e. epig­enetics). Þú ert fædd með öll þín gen en það er það á hvaða genum kvikn­ar og slokkn­ar á sem hef­ur rosa­lega mikið með um­hverfið þitt að gera. Þannig ef þú lend­ir í ein­hverri reynslu þá geta utangena­erfðir kveikt eða slökkt á ein­hverj­um genum hjá þér og það get­ur síðan erfst til þinna af­kom­enda,“ út­skýr­ir Lilja.

„Við höf­um vitað af þessu í dýr­um í heil­l­ang­an tíma en nú eru komn­ar rann­sókn­ir á þessu á fólki líka að svona áföll erf­ast kyn­slóð fram af kyn­slóð og það ger­ist ekki bara í genun­um. Þetta get­ur til dæm­is brot­ist út sem skap­gerðarein­kenni, innri órói eða ým­is­legt svo­leiðis.“

Sárs­auka­fullt að pota í opin sár

Óunn­in áföll geta valdið mikl­um sárs­auka og skaða, bæði lík­am­lega og til­finn­inga­lega. Það er lífeðlis­lega ómögu­legt að bæla niður erfiðar til­finn­ing­ar ævi­langt svo ekk­ert beri á. Erfiðar og sár­ar til­finn­ing­ar munu í lang­flest­um til­fell­um brjóta sér leið fram á yf­ir­borðið hvort sem það birt­ist lík­am­lega eða and­lega.

Til­finn­inga­leg­um sárs­auk­an­um lík­ir Lilja við opið og blæðandi sár sem þarfn­ast aðhlynn­ing­ar og umbúðaskipta.  

„Svo er það ekki síður það að ef þú sem for­eldri ert með opið sár og eitt­hvað sem get­ur „triggerað“ upp í þér eitt­hvað þá er svo erfitt að eiga við það. Af því þannig virka sár,“ lýs­ir hún.

„Ef þú mynd­ir pota í öxl­ina á mér svona þá er það ekk­ert vont en ef ég væri með opið sár hérna þá væri það mjög vont ef það væri verið að pota í þetta. Ég ræð ekki við viðbrögðin, maður ræður ekki við sárs­aukaviðbrögðin,“ seg­ir hún jafn­framt og út­skýr­ir þar með því ástandi sem fer af stað þegar talað er um svo­kallað millikyn­slóðasmit.

„Það er það sem um er að ræða líka þegar talað er um þessi millikyn­slóðasmit að ef að við erum með opin sár sem barnið eða um­hverfið pot­ar í þá ráðum við ekki við það að við för­um upp í til­finn­inga­titr­ing.“

Smelltu á spil­ar­ann hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Lilju í heild sinni.

mbl.is