Hönnunarsamningur fyrir Borgarlínuna undirritaður

Hönnunarsamningur fyrir Borgarlínuna undirritaður

Betri samgöngur hafa undirritað samning við VSÓ Ráðgjöf um hönnun fyrir Borgarlínuna sem nær yfir Suðurlandsbraut og Laugaveg að Hlemmssvæðinu meðtöldu.

Hönnunarsamningur fyrir Borgarlínuna undirritaður

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 16. mars 2025

Atli Björn Levy, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar, og Vilhjálmur Árni Ásgeirsson, …
Atli Björn Levy, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar, og Vilhjálmur Árni Ásgeirsson, verkefnastjóri hjá VSÓ Ráðgjöf, eftir undirritun samningsins. Ljósmynd/Betri samgöngur

Betri sam­göng­ur hafa und­ir­ritað samn­ing við VSÓ Ráðgjöf um hönn­un fyr­ir Borg­ar­lín­una sem nær yfir Suður­lands­braut og Lauga­veg að Hlemms­svæðinu meðtöldu.

Betri sam­göng­ur hafa und­ir­ritað samn­ing við VSÓ Ráðgjöf um hönn­un fyr­ir Borg­ar­lín­una sem nær yfir Suður­lands­braut og Lauga­veg að Hlemms­svæðinu meðtöldu.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Betri sam­göng­um.

Um er að ræða um­fangs­mikið hönn­un­ar­verk­efni þar sem unnið verður bæði að for­hönn­un og verk­hönn­un fyr­ir leið Borg­ar­línu á þess­um kafla.

Hvað felst í hönn­un­ar­verk­efn­inu?

Kem­ur fram að með samn­ingn­um hefj­ist nú ver­könn­un, sem sé síðasta stig hönn­un­ar fyr­ir fram­kvæmd­ir, á götukafla sem svari til um fjórðungs heild­ar­lengd­ar fyrstu lotu Borg­ar­lín­unn­ar.

Fel­ur hönn­un­ar­verk­efnið í sér hönn­un gatna, gatna­móta og stíga fyr­ir alla sam­göngu­máta, þar með talið Borg­ar­lín­una, hjólandi og gang­andi um­ferð.

Einnig skipu­lag um­ferðar­stýr­ing­ar og ljós­a­stýr­ing­ar fyr­ir um­ferð allra sam­göngu­máta.

Sömu­leiðis hönn­un Borg­ar­línu­stöðva og aðliggj­andi svæða til að tryggja greiðan aðgang og gott skipu­lag.

Þá fel­ur hönn­un­ar­verk­efnið einnig í sér lýs­inga­hönn­un, blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir og um­hverf­is­mót­un sem og sam­ræm­ingu verk­efna í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög, veitu­fyr­ir­tæki og aðra aðila sem eiga hags­muna að gæta á svæðinu.

Hönnunin er fyrir Borgarlínuna og nær yfir Suðurlandsbraut og Laugaveg …
Hönn­un­in er fyr­ir Borg­ar­lín­una og nær yfir Suður­lands­braut og Lauga­veg að Hlemms­svæðinu meðtöldu. Ljós­mynd/​Betri sam­göng­ur

Áætlaður fjöldi vinnu­stunda 9.400 klst. 

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að áætlaður fjöldi vinnu­stunda við hönn­un­ina sé 9.400 klukku­stund­ir og hljóðar samn­ing­ur­inn upp á 240 millj­ón­ir króna.

Þá er heild­ar­lengd verk­efn­is­ins um 3,7 kíló­metr­ar og er fjöldi nú­ver­andi gatna­móta inn­an svæðis­ins 17, þar af 8 ljós­a­stýrð.

Hönn­un­ar­svæðinu er skipt í fjóra leggi, fjór­ir verk­hlut­ar verða hannaðir í verk­hönn­un og þar af einn sömu­leiðis í for­hönn­un.

Útboð í áföng­um á ár­un­um 2025-2026

„Hönn­un­in verður unn­in í nánu sam­ráði við Vega­gerðina, Reykja­vík­ur­borg og aðra hags­munaaðila, með áherslu á að skapa ör­uggt um­hverfi með aukn­um lífs­gæðum, skil­virkt og sjálf­bært al­menn­ings­sam­göngu­kerfi.

Áætlað er að fram­kvæmd­ir fari síðan í útboð í áföng­um á ár­un­um 2025-2026 og að þær hefj­ist jafnt og þétt eft­ir því sem til­skil­in leyfi liggja fyr­ir.

Borg­ar­lín­unni er skipt í 6 lot­ur. Fyrsta lota nær frá Hamra­borg í Kópa­vogi að Kross­mýr­ar­torgi í Reykja­vík og er 14,5 km. Áætlað er að hún verði full­bú­in árið 2031 en fyrstu fram­kvæmd­ir hóf­ust á Kárs­nesi í Kópa­vogi í janú­ar 2025 við gerð land­fyll­inga fyr­ir Foss­vogs­brúl,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Áætlað er að fyrsta lota Borgarlínunnar verði tilbúin árið 2031.
Áætlað er að fyrsta lota Borg­ar­lín­unn­ar verði til­bú­in árið 2031. Teikn­ing/​Betri sam­göng­ur
mbl.is