Pavlova með ástaraldin

Uppskriftir | 16. mars 2025

Pavlova með ástaraldin

Tinna Sædís Ægisdóttir bakaranemi töfrar fram pavlovu sem ætti að slá í gegn í hvaða veislu sem er. Hún myndi bjóða upp á þessa köku ef hún væri að fermast í dag. Tinna hefur mikið dálæti á bakstri og bakaði þessa gullfallegu fermingartertu, sem hún nefndi Ástríðupavlovuna.

Pavlova með ástaraldin

Uppskriftir | 16. mars 2025

Ástríðupavlovan hennar Tinnu Sædísar Ægisdóttur er guðdómlega falleg og ávextirnir …
Ástríðupavlovan hennar Tinnu Sædísar Ægisdóttur er guðdómlega falleg og ávextirnir gera hana sumarlega í ásýnd. mbl.is/Hákon Pálsson

Tinna Sæ­dís Ægis­dótt­ir bak­ara­nemi töfr­ar fram pavlovu sem ætti að slá í gegn í hvaða veislu sem er. Hún myndi bjóða upp á þessa köku ef hún væri að ferm­ast í dag. Tinna hef­ur mikið dá­læti á bakstri og bakaði þessa gull­fal­legu ferm­ing­ar­t­ertu, sem hún nefndi Ástríðupa­vlov­una.

Tinna Sæ­dís Ægis­dótt­ir bak­ara­nemi töfr­ar fram pavlovu sem ætti að slá í gegn í hvaða veislu sem er. Hún myndi bjóða upp á þessa köku ef hún væri að ferm­ast í dag. Tinna hef­ur mikið dá­læti á bakstri og bakaði þessa gull­fal­legu ferm­ing­ar­t­ertu, sem hún nefndi Ástríðupa­vlov­una.

„Ég hef starfað sem bak­ari í rúm fjög­ur ár, en það má að mörgu leyti segja að ég hafi byrjað mun fyrr í eld­húsi for­eldra minna en þar bakaði ég mjög mikið af af­mælistert­um fyr­ir fjöld­skyldumeðlimi. Fyr­ir ferm­ing­arn­ar sem fram und­an eru þá lang­ar mig að gera ferm­ing­ar­t­ertu sem skín á borðinu sem „aðaltert­an“ eða jafn­vel sam­hliða öðrum kræs­ing­um,“ seg­ir Tinna og bros­ir sínu geislandi brosi.

Tinna Sædís Ægisdóttir hefur mikið dálæti á bakstri og bakaði …
Tinna Sæ­dís Ægis­dótt­ir hef­ur mikið dá­læti á bakstri og bakaði þessa gull­fal­legu ferm­ing­ar­t­ertu, sem hún nefndi Ástríðupa­vlov­una. mbl.is/​Há­kon

Fékk inn­blástur­inn úr Stóru Disney köku- og brauðbók­inni

„Áhugi minn á bakstri kom snemma í ljós og ég man vel eft­ir að hafa óskað mér alls kyns mat­reiðslu­bóka í gjöf. Ég bakaði mikið upp úr Stóru Disney köku- og brauðbók­inni. Þar fann ég mik­inn inn­blást­ur fyr­ir minn eig­in bakst­ur fyr­ir fjöld­skyldu­viðburði. Í dag er ég dug­legri að nota mitt eigið hug­mynda­flug þegar kem­ur að bragði og eig­in reynslu í starfi, þó að ég kíki að sjálf­sögðu af og til í mat­reiðslu­bæk­ur.“

Aðspurð seg­ist Tinna muna mjög vel eft­ir ferm­ing­ar­veisl­unni sinni. „Ferm­ing­in mín var ekki beint með hefðbundn­um hætti, ég átti heima í Nor­egi á þeim tíma og hafði þá val á milli þess að ferm­ast með ís­lensku eða norsku krökk­un­um sem ferm­ast ári seinna en við. Ég valdi að ferm­ast með ís­lensku krökk­un­um og hélt veislu í Grasag­arðinum og var ótrú­lega hepp­in með veður. Veit­ing­arn­ar voru af ýmsu tagi og voru sett­ar upp sem hlaðborð.

Það var eng­in sí­gild ferm­ing­arkaka á hlaðborðinu held­ur voru veit­ing­ar í munn­bita­stærðum, snitt­ur, brownie, pavlov­ur, bolla­kök­ur og fleira. Allt var þetta mjög fal­lega borið fram og skreytt með sum­ar­leg­um hætti eins og ætum blóm­um og fersk­um berj­um.“

Mik­ill aðdá­andi ástar­ald­ins

Tinnu myndi þó langa til að vera með ferm­ing­ar­t­ertu í dag ef hún væri að stilla upp veislu­borði. Drauma­ferm­ing­ar­t­ert­an í dag væri pavlova en hún er í upp­á­haldi. Hún er ólík klass­ísk­um mar­ens af því að hún hef­ur mjúka miðju. Pavlova býður einnig upp á fjöl­marga mögu­leika varðandi fyll­ingu og rjóma.

Ég er einnig mik­ill aðdá­andi ástar­aldiná­vaxt­ar­ins sem er súr og hef­ur ákveðinn fersk­leika sem kem­ur full­komnu jafn­vægi á pavlovu. Drauma­ferm­ing­ar­t­ert­an mín væri þar af leiðandi pavlova með ástar­ald­in-„coul­is“, sem er í raun sósa og vanill­ur­jómi. All­ir þætt­irn­ir vinna vel sam­an og verða al­gjör veisla í munni. Að lok­um myndi ég skreyta með fersk­um berj­um og meira af ástar­aldiná­vext­in­um,“ seg­ir Tinna.

Ástríðuávöxtur er suðrænn ávöxtur sem er þekktur fyrir einstakt bragð, …
Ástríðuávöxt­ur er suðrænn ávöxt­ur sem er þekkt­ur fyr­ir ein­stakt bragð, lit­rík­an og líf­leg­an lit þegar hann er opnaður. Hann pass­ar vel með sætu eins og mar­ens. mbl.is/​Há­kon

Pavlova með ástar­ald­insósu

Pavlovu­botn

  • 200 g eggja­hvít­ur í stofu­hita
  • ¾ tsk. Cream of tart­ar
  • 300 g syk­ur
  • 3 tsk. maizena-mjöl

Aðferð:

  1. Byrjið á því að stilla ofn­inn á 100°C hita.
  2. Setjið eggja­hvít­ur og Cream of tart­ar í hræri­vél­ar­skál og þeytið á miðlungs­hraða.
  3. Blandið sykr­in­um og maizena-mjöli sam­an í aðra skál.
  4. Þegar froða hef­ur mynd­ast á eggja­hvít­un­um megið þið byrja að bæta syk­ur­blönd­unni við, nokkr­um mat­skeiðum í senn.
  5. Þegar öll syk­ur­bland­an er kom­in út í látið þá mar­ens­inn þeyt­ast í 4-5 mín­út­ur í viðbót eða þar til mar­ens­inn er orðinn stíf­ur.
  6. Teiknið hring á bök­un­ar­papp­ír­inn sem er u.þ.b. 5 cm minni en kökudisk­ur­inn sem þið áætlið fyr­ir notk­un.
  7. Fyllið sprautu­poka með hringl­ótt­um stút sem hef­ur gat á með mar­ens.
  8. Sprautið hring af mar­ens meðfram lín­unni sem þið teiknuðuð á bök­un­ar­papp­ír­inn.
  9. Þar næst sprautið dopp­ur sem þið dragið í átt að miðju hrings­ins og reynið að mynda ágæta hæð, um 3 cm. Í raun er hægt að gera kök­una í því formi sem ykk­ur lang­ar, til að mynda bók­staf eða tölustaf svo fátt eitt sé nefnt.
  10. Setjið síðan inn í ofn og bakið í 100-120 mín­út­ur. Kælið mar­ens­inn í ofn­in­um í a.m.k. 2 klukku­stund­ir.

Ástar­ald­insósa

  • 8 stk. ástar­ald­in
  • 2 msk. syk­ur

Aðferð:

  1. Skerið ástar­ald­in til helm­inga og skafið inni­haldið úr með skeið og ofan í pott.
  2. Bætið sykr­in­um við og hrærið vel sam­an.
  3. Sjóðið á lág­um hita í 10 mín­út­ur.
  4. Kælið vel, það mun þykkja sós­una.

Vanill­ur­jómi

  • 500 ml rjómi
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur eða vanillu-paste
  • 2 msk. flór­syk­ur

Aðferð:

  • Þeytið rjómann á miðlungs­hraða ásamt vanill­unni og flór­sykr­in­um þar til hann er orðinn stífþeytt­ur.

Skraut

  • Fersk ber að eig­in vali
  • Ástar­ald­in (val­frjálst)
  • Áður en þið skreytið tert­una með berj­um er vert að skola ber­in vel og þurrka.

Sam­setn­ing

  1. Komið pavlovu­botn­in­um fyr­ir á kökudiskn­um sem þið ætlið að bera tert­una fram á með ör­lítið af rjóma und­ir til að forðast að hann renni af.
  2. Setjið ástar­ald­insós­una í sprautu­poka og sprautið þykkri línu í miðju hrings­ins.
  3. Setjið rjómann í sprautu­poka og notið sama sprautu­stút og við gerð mar­ens­ins.
  4. Sprautið rjóm­an­um með sama hætti og þið gerðuð við mar­ens­inn, í hring og síðan dopp­ur sem þið dragið inn að miðju.
  5. Skreytið að lok­um með fersk­um berj­um og því sem ykk­ur lang­ar.
  6. Hver og einn get­ur gert kök­una að sinni.
mbl.is