Frumlegur fiskréttur með makkarónum og salami

Uppskriftir | 17. mars 2025

Frumlegur fiskréttur með makkarónum og salami

Þessi fiskréttur er einstaklega frumlegur þar sem makkarónum og salami er blandað saman við fiskinn með dásamlegri útkomu. Ostasósan er svo ljúffeng og gerir réttinn saðsaman. Næstum því eins og haf og hagi.

Frumlegur fiskréttur með makkarónum og salami

Uppskriftir | 17. mars 2025

Ljúffengur ofnbakaður fiskréttur í ostasósu með salami og makkarónum.
Ljúffengur ofnbakaður fiskréttur í ostasósu með salami og makkarónum. Ljósmynd/Erna Sverrisdóttir

Þessi fisk­rétt­ur er ein­stak­lega frum­leg­ur þar sem makkarón­um og salami er blandað sam­an við fisk­inn með dá­sam­legri út­komu. Ostasós­an er svo ljúf­feng og ger­ir rétt­inn saðsam­an. Næst­um því eins og haf og hagi.

Þessi fisk­rétt­ur er ein­stak­lega frum­leg­ur þar sem makkarón­um og salami er blandað sam­an við fisk­inn með dá­sam­legri út­komu. Ostasós­an er svo ljúf­feng og ger­ir rétt­inn saðsam­an. Næst­um því eins og haf og hagi.

Heiður­inn af upp­skrift­inni á Erna Sverr­is­dótt­ir mat­gæðing­ur og er hún gerð fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Ofn­bakaður fisk­ur í ostasósu með makkarón­um og salami

  • 1 box kirsu­berjatóm­at­ar (um 250 g)
  • Ólífu­olía eft­ir smekk og þörf­um
  • Sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • 5 dl makkarón­ur
  • 100 g ít­ölsk salami eða pepp­eróní, saxað
  • 600 g þorsk­hnakk­ar eða ann­ar hvít­ur fisk­ur, skor­inn í stóra munn­bita
  • 2 msk. smjör
  • 2 msk. hveiti
  • ½ l mat­reiðslur­jómi
  • 1 ½ dl par­mesanost­ur, fínrif­inn
  • ¼ tsk rauðar pipar­flög­ur (má sleppa ef vill)
  • Múskat eft­ir smekk
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • 1 dl basil­lauf, gróft söxuð
  • 100 g rif­inn gratínost­ur

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 180°C.
  2. Skerið tóm­at­ana í tvennt og raðið á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  3. Setjið ör­litla ólífu­olíu yfir, saltið og piprið.
  4. Bakið í 30 mín­út­ur.
  5. Takið til hliðar og geymið.
  6. Sjóðið makkarón­urn­ar þar til þetta er næst­um því soðið.
  7. Hellið vökv­an­um af og látið kalt renna á pastað þar til þetta er kælt.
  8. Látið vatnið renna vel af.
  9. Smyrjið eld­fast mót með smjöri og hellið makkarón­un­um á fatið.
  10. Blandið salami, ofn­bökuðu tómöt­un­um og fiskn­um var­lega sam­an við.
  11. Saltið og piprið.
  12. Bræðið 2 msk. af smjöri í potti og blandið hveit­inu sam­an við.
  13. Hrærið stöðugt.
  14. Þegar hveiti­bland­an sýður hellið þá mat­reiðslur­jóma sam­an við smátt og smátt.
  15. Hrærið.
  16. Þegar sós­an tek­ur að þykkna og sjóða, takið þetta af hit­an­um.
  17. Setjið pipar­flög­ur, par­mesanost og basil sam­an við.
  18. Smakkið til með múskati og sítr­ónusafa.
  19. Hellið yfir makkarón­urn­ar og fisk­inn.
  20. Sáldrið gratínosti yfir, setjið inn í ofn og bakið í um það bil 30 mín­út­ur.
  21. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist og njótið.
mbl.is