Leituðu skjóls í kjallara hótelsins

Úkraína | 19. mars 2025

Leituðu skjóls í kjallara hótelsins

Fólk særðist og hús skemmdust þegar Rússar gerðu atlögu að Kænugarði í gærkvöldi og í nótt, með stærðarinnar vélfyglum búnum sprengjum.

Leituðu skjóls í kjallara hótelsins

Úkraína | 19. mars 2025

Undir hótelinu leituðu gestir hótelsins skjóls í loftvarnabyrgi sem komið …
Undir hótelinu leituðu gestir hótelsins skjóls í loftvarnabyrgi sem komið hefur verið upp á neðri hæð bílakjallarans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk særðist og hús skemmd­ust þegar Rúss­ar gerðu at­lögu að Kænug­arði í gær­kvöldi og í nótt, með stærðar­inn­ar vél­fygl­um bún­um sprengj­um.

Fólk særðist og hús skemmd­ust þegar Rúss­ar gerðu at­lögu að Kænug­arði í gær­kvöldi og í nótt, með stærðar­inn­ar vél­fygl­um bún­um sprengj­um.

Rúss­ar gerðu árás­ir víðar í Úkraínu og sendu sam­tals 145 árás­ar­dróna yfir landið, að því er vitað er, og sex skot­flaug­ar úr sex mis­mun­andi átt­um, aðeins nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti áttu langt sím­tal um stöðu mála.

Um helm­ing­ur drón­anna var skot­inn niður að sögn úkraínska flug­hers­ins.

Úti glumdu spreng­ing­ar

Ráðist var gegn miðborg höfuðborg­ar­inn­ar einnig, sem nýt­ur auk­inna loft­varna þar sem þar má finna fjölda mik­il­vægra bygg­inga.

Þar var einnig í gær­kvöldi og nótt hóp­ur ís­lenskra blaðamanna, sem lét sér duga að leita skjóls inn­ar í bygg­ing­unni á meðan úti glumdu mestu spreng­ing­arn­ar.

Und­ir hót­el­inu leituðu aðrir skjóls í loft­varna­byrgi sem komið hef­ur verið upp á neðri hæð bíla­kjall­ar­ans. Þar vermdi fólk rúm í nótt í stað sinna eig­in á her­bergj­um hót­els­ins.

mbl.is