Mangó-grautur stútfullur af trefjum og prótínum

Uppskriftir | 19. mars 2025

Mangó-grautur stútfullur af trefjum og prótínum

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er snillingur að búa til holla og bragðgóða grauta.

Mangó-grautur stútfullur af trefjum og prótínum

Uppskriftir | 19. mars 2025

Gullfallegur og hollur mangógrautur með páskaívafi.
Gullfallegur og hollur mangógrautur með páskaívafi. Samsett mynd

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, alla jafna kölluð Jana, er snill­ing­ur að búa til holla og bragðgóða grauta.

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, alla jafna kölluð Jana, er snill­ing­ur að búa til holla og bragðgóða grauta.

Hér er hún kom­in með mangó í páska­bún­ing sem á eft­ir að slá ræki­lega í gegn enda er mangó-ávöxt­ur­inn í for­grunni. Mangó er afar góður ávöxt­ur og guli lit­ur­inn minn­ir á pásk­ana.

Grautur er stútfullur af trefjum og prótínum og Jana toppar …
Graut­ur er stút­full­ur af trefj­um og pró­tín­um og Jana topp­ar hann með kó­kos­flög­um. Ljós­mynd/​Kristjana Stein­gríms­dótt­ir

Mangó-graut­ur með trefj­um og pró­tín­um

Mangó-chia­fræj­a­graut­ur

  • 1 ½ bolli frosið mangó, geymið ½ bolla fyr­ir mangó-mauk, sjá upp­skrift fyr­ir neðan
  • 3 kúfaðar msk. grísk jóg­úrt + auka til að setja á milli laga
  • ½ bolli kó­kos­mjólk
  • ¼ bolli chia­fræ

Aðferð:

  1. Setjið 1 bolla af mangó, grískri jóg­úrt og kó­kos­mjólk í bland­ara.
  2. Blandið vel sam­an, notið meira af kó­kos­mjólk­inni eða vatni ef ykk­ur finnst bland­an vera of þykk.
  3. Hellið í ílát sem er hægt að loka og hrærið chia­fræj­un­um sam­an við.
  4. Geymið í um 30-60 mín­út­ur inni í ís­skáp.

Mangó-mauk

  1. Látið ½ bolla af mangó þiðna í skál og stappið vel sam­an.
  2. Takið til tvö glös og setjið 2 msk. af mangó-chia-grautn­um í hvort glas.
  3. Setjið síðan 2 msk. af grískri jóg­úrt og 1 msk. af mangó-mauki, end­ur­takið og setjið loks nokkr­ar ristaðar kó­kos­flög­ur til að skreyta graut­inn.
  4. Berið fram og njótið.
mbl.is