„Mjög skýrt að Evrópa mun ekki bakka“

Úkraína | 27. mars 2025

„Mjög skýrt að Evrópa mun ekki bakka“

„Þetta er í rauninni í fyrsta skipti sem allir þessir aðilar hittast á svona fundi í tengslum við Úkraínu og öryggismál í Evrópu. Það hafa verið þó nokkuð margir tæknilegir fundir með sérfræðingum úr ráðuneytum og ríkisstjórnum en það er talið líka mjög nauðsynlegt að samræma líka pólitísku skilaboðin,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is.

„Mjög skýrt að Evrópa mun ekki bakka“

Úkraína | 27. mars 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra heilsar hér Emmanuel Macron, forseta Frakklands.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra heilsar hér Emmanuel Macron, forseta Frakklands. AFP/ Ludovic Marin

„Þetta er í raun­inni í fyrsta skipti sem all­ir þess­ir aðilar hitt­ast á svona fundi í tengsl­um við Úkraínu og ör­ygg­is­mál í Evr­ópu. Það hafa verið þó nokkuð marg­ir tækni­leg­ir fund­ir með sér­fræðing­um úr ráðuneyt­um og rík­is­stjórn­um en það er talið líka mjög nauðsyn­legt að sam­ræma líka póli­tísku skila­boðin,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er í raun­inni í fyrsta skipti sem all­ir þess­ir aðilar hitt­ast á svona fundi í tengsl­um við Úkraínu og ör­ygg­is­mál í Evr­ópu. Það hafa verið þó nokkuð marg­ir tækni­leg­ir fund­ir með sér­fræðing­um úr ráðuneyt­um og rík­is­stjórn­um en það er talið líka mjög nauðsyn­legt að sam­ræma líka póli­tísku skila­boðin,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Hún sótti í dag leiðtoga­fund um mál­efni Úkraínu í Par­ís. Þar komu sam­an leiðtog­ar 27 Evr­ópu­ríkja og ræddu áfram­hald­andi stuðning við Úkraínu, viðræður um vopna­hlé og hvernig tryggja megi frið og ör­yggi í Úkraínu til fram­búðar.

„Kannski líka að koma því til skila núna, að þrátt fyr­ir að það hafi verið mikl­ar umræður um vopna­hlé og að samn­ingaviðræður séu farn­ar af stað, þá er vopna­hlé ekki í höfn. Þess vegna erum við enn þá á þeim stað að þurfa bæði að skapa þrýst­ing á Rússa og styrkja Úkraínu í aðdrag­anda þess að vopna­hlé von­andi næst,“ seg­ir Kristrún jafn­framt.

Gert kleift að styrkja eig­in fram­leiðslu

Á fund­in­um kom það skýrt fram að ekki verður bakkað með viðskiptaþving­an­ir gegn Rúss­um, af hálfu Evr­ópuþjóða, og að haldið verður áfram að styrkja Úkraínu­menn til að gera þeim kleift að fram­leiða vopn inn­an­lands.

„Lyk­il­skila­boðin sem koma út úr fund­in­um eru tvíþætt er varðar það mark­mið að vopna­hlé ná­ist. Ann­ars veg­ar að setja áfram þrýst­ing á Rússa með áfram­hald­andi viðskiptaþving­un­um og það sé mjög skýrt að Evr­ópa mun ekki bakka. Þess­ar þjóðir sem voru þarna við borðið, munu ekki bakka með viðskiptaþving­an­ir.

Síðan að halda áfram að styrkja Úkraínu í nú­ver­andi bar­áttu, á meðan er verið að vinna í vopna­hléi. Þar er fólk sam­mála um að það þurfi að styrkja Úkraínu­menn sjálfa, auka fram­lög til varn­ar­mála inni í Úkraínu til að gera þeim kleift að styrkja eig­in fram­leiðslu, til að mynda á vopn­um og varn­arþátt­um. Þetta er mik­il­vægt að kom­ist til skila,“ seg­ir Kristrún.

Styrkja vopna­fram­leiðslu og jarðsprengju­leit

Hvað varðar þátt Íslands seg­ir hún fundi sem þessa líka til þess að sam­ræma og tryggja að fólk sé að vinna að þeim þátt­um þar sem styrk­ur hvers lands fær að njóta sín.

„Við höf­um rætt um að það viðbótar­fjármagn sem við ætl­um að leggja til Úkraínu, að það fari í þætti sem við vit­um að hent­ar Úkraínu mjög vel. Það er þetta danska mód­el, sem snýst um að styrkja vopna­fram­leiðslu í Úkraínu. Síðan er það áfram­hald­andi jarðsprengju­leit og eyðing. Síðan er verið að skoða aðra skipu­lagða aðkomu og verk­efni annarra ríkja sem við tök­um þátt í,“ seg­ir Kristrún.

„Þannig það má segja að þetta sé svona verið að þétta raðirn­ar varðandi styrk­ingu Úkraínu til skamms tíma og þrýst­ing­ur og að reyna að veikja Rúss­ana og vinna hvar fólk á heima í þess­um pökk­um,“ bæt­ir hún við.

Þá hafi það verið skýr skila­boð frá Íslandi, sem fleiri hafi tekið und­ir, um að vinna verði að þessu mark­miði með NATO og Banda­ríkj­un­um. Evr­ópa fari ekki ein í þessa veg­ferð. En Kristrún hef­ur haldið þeim skila­boðum á lofti á öll­um þeim fund­um sem hún hef­ur átt.

„Við erum nátt­úru­lega NATO-ríki í grunn­inn og þaðan sækj­um við okk­ar varn­ir og eins í gegn­um tví­hliða varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in og við auðvitað vilj­um vera þétt með Evr­ópu þegar Evr­ópa er að þjappa sér sam­an. En Evr­ópa er að þjappa sér sam­an til að verða sterk­ari bandamaður með NATO, inn­an NATO og Banda­ríkj­un­um. Þannig þetta er ekki annað hvort eða.“

„Talað um að Evr­ópa væri kom­in aft­ur“

Kristrún seg­ir hljóðið í leiðtog­un­um á fund­in­um að mörgu leyti hafa verið gott þó fólk hafi áhyggj­ur af ástand­inu, enda hafi orðið mikl­ar hreyf­ing­ar í alþjóðamál­um á mjög skömm­um tíma.

„En fólk er líka ánægt með, og það var talað um að Evr­ópa væri kom­in aft­ur. Það er að segja að þessi lönd sem þarna eru og lönd sem hafa átt sam­band inn í álf­una, eru að þétta sig mjög hratt. Það er mikið búið að ger­ast á ör­fá­um vik­um og það sýn­ir sig að þessi lönd geti unnið vel sam­an. Það geti orðið veru­leg­ar stefnu­breyt­ing­ar í stjórn­mál­um þess­ara landa, eins og við sjá­um með aukn­um varn­ar­fram­lög­um.“

Ljóst sé að auk­inn kraft­ur sé kom­inn í þær þjóðir sem komu sam­an á fund­in­um í dag og meiri meðvit­und um sam­keppn­is­hæfni álf­unn­ar.

„Ég heyrði það frá Evr­ópu­sam­band­inu, að þau eru mjög meðvituð um að sam­keppn­is­hæfni álf­unn­ar er líka ör­ygg­is­mál. Þannig þau eru líka far­in að horfa á efna­hags­legu hliðin á þessu og mörg af lönd­un­um sem standa fyr­ir utan ESB þau eru meðvituð um að þetta er mjög mik­il­vægt.“

mbl.is