Rússar skilji aðeins valdbeitingu

Úkraína | 27. mars 2025

Rússar skilji aðeins valdbeitingu

Fundur evrópskra leiðtoga sem styðja Úkraínu stendur nú yfir í París í Frakklandi þar sem rætt er hvernig búa megi sem best um hnúta úkraínskra öryggismála í aðdraganda hugsanlegs vopnahlés. Situr Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundinn fyrir Íslands hönd auk þess sem Volódimír Selenskí Úkraínuforseti er þar gestur.

Rússar skilji aðeins valdbeitingu

Úkraína | 27. mars 2025

Vel fór á með Emmanuel Macron og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra …
Vel fór á með Emmanuel Macron og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra við upphaf fundarins í morgun þar sem leiðtogarnir heilsuðust með virktum. AFP/Ludovic Marin

Fund­ur evr­ópskra leiðtoga sem styðja Úkraínu stend­ur nú yfir í Par­ís í Frakklandi þar sem rætt er hvernig búa megi sem best um hnúta úkraínskra ör­ygg­is­mála í aðdrag­anda hugs­an­legs vopna­hlés. Sit­ur Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fund­inn fyr­ir Íslands hönd auk þess sem Volódimír Selenskí Úkraínu­for­seti er þar gest­ur.

Fund­ur evr­ópskra leiðtoga sem styðja Úkraínu stend­ur nú yfir í Par­ís í Frakklandi þar sem rætt er hvernig búa megi sem best um hnúta úkraínskra ör­ygg­is­mála í aðdrag­anda hugs­an­legs vopna­hlés. Sit­ur Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fund­inn fyr­ir Íslands hönd auk þess sem Volódimír Selenskí Úkraínu­for­seti er þar gest­ur.

Meðal þess sem ligg­ur fyr­ir fund­in­um er að greina hvers kon­ar trygg­ing­ar fyr­ir ör­yggi Evr­ópu­ríkja sé unnt að bjóða þjóðinni stríðshrjáðu þegar vopna­hlé verður að veru­leika í þessu rúm­lega þriggja ára langa stríði sem orðið er síðan Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti skipaði herj­um sín­um að láta til skar­ar skríða í fe­brú­ar­lok 2022.

Alls sækja 27 þjóðarleiðtog­ar Par­ís­ar­fund­inn auk þess sem blaðamanna­fund­ur Macrons for­seta stend­ur fyr­ir dyr­um nú síðdeg­is.

Macron býður Alexander Stubb Finnlandsforseta velkominn til fundarins í París …
Macron býður Al­ex­and­er Stubb Finn­lands­for­seta vel­kom­inn til fund­ar­ins í Par­ís í morg­un. AFP/​Ludovic Mar­in

Rúss­ar setja skil­yrði

Viðvera evr­ópsks herliðs í Úkraínu hef­ur verið rædd sem ein hugs­an­legra ör­ygg­is­trygg­inga sem enn frem­ur gæti sett Rúss­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar með ann­arri inn­rás í kjöl­far vopna­hlés. Fram­kvæmd­in hef­ur þó ekki verið færð út í smá­atriðum, en fund­ur­inn í Par­ís er hald­inn aðeins skömmu eft­ir að sú yf­ir­lýs­ing barst frá Hvíta hús­inu í Washingt­on að full­trú­ar Rúss­lands og Úkraínu hefðu samþykkt drög að hugs­an­legu vopna­hlés­sam­komu­lagi á samn­inga­fundi með banda­rísk­um full­trú­um í Sádi-Ar­ab­íu.

Hafa stjórn­völd í Moskvu og Kænug­arði hvort tveggja staðfest þau tíðindi þótt þau fyrr­nefndu hafi látið þær upp­lýs­ing­ar fylgja að þau hefðu sett sín skil­yrði, meðal ann­ars þau að Banda­rík­in létti af viðskipta­banni sem hvíli á vör­um tengd­um land­búnaði í Rússlandi.

Volódimír Selenskí Úkraínuforseti brosir vongóður á fundi sem ætlað er …
Volódimír Selenskí Úkraínu­for­seti bros­ir vongóður á fundi sem ætlað er að tryggja þjóð hans ör­yggi í kjöl­far vopna­hlés­sam­komu­lags þegar af því verður. AFP/​Ludovic Mar­in

Macron með nýj­an hjálp­arpakka

Sagði Macron Frakk­lands­for­seti á blaðamanna­fundi í Par­ís í gær að Evr­ópuþjóðirn­ar væru komn­ar á rek­spöl með að binda endi á inn­rás­ar­stríð Rússa auk þess sem hann kynnti nýj­an hjálp­arpakka Frakk­lands að and­virði 2,2 millj­arða evra sem jafn­gild­ir rúm­um 315 millj­örðum ís­lenskra króna.

Kvaðst Selenskí Úkraínu­for­seti vænta „sterkra ákv­arðana“ af fund­in­um og klykkti út með því í um­mæl­um sín­um að Moskva skildi eng­in skila­boð önn­ur en þau sem byggð væru á vald­beit­ingu.

mbl.is