Vilja auka framboð og hraða uppbyggingu íbúða

Húsnæðismarkaðurinn | 28. mars 2025

Vilja auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun þess efnis að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík og þannig stuðla að auknu jafnvægi á fasteignamarkaði.

Vilja auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík

Húsnæðismarkaðurinn | 28. mars 2025

Með viljayfirlýsingunni vilja verkalýðshreyfingin og Reykjavíkurborg hefja nýja sókn í …
Með viljayfirlýsingunni vilja verkalýðshreyfingin og Reykjavíkurborg hefja nýja sókn í húsnæðismálum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri, Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir formaður BSRB und­ir­rituðu vilja­yf­ir­lýs­ingu í morg­un þess efn­is að skoða nýj­ar leiðir til þess að auka fram­boð og hraða upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis í Reykja­vík og þannig stuðla að auknu jafn­vægi á fast­eigna­markaði.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri, Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir formaður BSRB und­ir­rituðu vilja­yf­ir­lýs­ingu í morg­un þess efn­is að skoða nýj­ar leiðir til þess að auka fram­boð og hraða upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis í Reykja­vík og þannig stuðla að auknu jafn­vægi á fast­eigna­markaði.

Með þess­ari vilja­yf­ir­lýs­ingu vilja verka­lýðshreyf­ing­in og Reykja­vík­ur­borg hefja nýja sókn í hús­næðismál­um.

Auk borg­ar­stjóra og full­trúa verka­lýðshreyf­ing­anna tveggja und­ir­rituðu full­trú­ar meiri­hlut­ans einnig und­ir yf­ir­lýs­ing­una, þær Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, Pír­öt­um, Helga Þórðardótt­ir, Flokki fólks­ins, Líf Magneu­dótt­ir, Vinstri græn­um og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, Sósí­al­ista­flokki, seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Efnam­inni fjöl­skyld­um tryggt þak yfir höfuðið

Þá seg­ir að borg­in, ASÍ og BSRB hafi með sam­vinnu sinni und­an­far­in ár brotið blað í hús­næðismál­um eft­ir stofn­un ASÍ og BSRB á Bjargi og síðar Blæ og út­hlut­un Reykja­vík­ur­borg­ar á stofn­fram­lög­um í formi fjöl­margra lóða til upp­bygg­ing­ar al­mennra íbúða í eigu þess­ara fé­laga.

Þannig hafi á annað þúsund efnam­inni fjöl­skyld­um á vinnu­markaði verið tryggt ör­uggt þak yfir höfuðið. Tekið er fram að ár­ang­ur verk­efn­is­ins hafi verið mik­ill og þá sé eft­ir­spurn eft­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu ótví­ræð eins og biðlist­ar beri með sér.

Kanna hvort hægt verði að flýta upp­bygg­ingu í Úlfarsár­dal

Þá seg­ir að komið verði á fót starfs­hópi, sem verði skipaður tveim­ur full­trú­um frá hverj­um þess­ara aðila, sem sé ætlað að setja fram hug­mynd­ir að verk­efn­um sem geta skapað sókn­ar­færi í nú­ver­andi ástandi.

Helstu verk­efni starfs­hóps­ins eru:

  • Kanna hvort hægt er að flýta upp­bygg­ingu hús­næðis í Úlfarsár­dal (M22) með aðkomu innviðasjóðs í eigu líf­eyr­is­sjóða.
  • Kort­lagn­ing mögu­legr­ar áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar íbúðahús­næðis til næstu 10-15 ára, sem meðal ann­ars bygg­ist á þeim sókn­ar­fær­um sem skap­ast á grunni upp­færðs sam­göngusátt­mála.
  • Rýna ár­ang­ur verk­efn­is­ins „hús­næði fyr­ir ungt fólk og fyrstu kaup­end­ur“ og gera til­lög­ur að hugs­an­leg­um breyt­ing­um, nýj­um svæðum til lóðaút­hlut­ana eða annarra leiða til að fjölga slík­um íbúðum og út­hlut­un­ar­regl­um fyr­ir ann­an fasa verk­efn­is­ins.

Niður­stöðum verði skilað í maí

Þá kem­ur fram að starfs­hóp­ur­inn hafi störf strax og stefnt sé að því að hann skili niður­stöðum í lok maí. Aðilar séu sam­mála um að þegar niður­stöður starfs­hóps­ins liggi fyr­ir verði metið hvort og þá á hvaða grunni verði unnið áfram með niður­stöðurn­ar.

mbl.is