Patrizia Reggiani Gucci, fyrrverandi eiginkona ítalska tískukóngsins Maurizio Gucci, var dæmd í 29 ára fangelsi í dag fyrir að hafa lagt á ráðin um morðið á honum. Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd til ævilangrar fangavistar. Réttarhöld í málinu höfðu staðið í sex mánuði og neitaði hin fimmtuga Reggiani stöðugt sakargiftum. Hún játaði þó að hafa viljað sjá hann dauðann. Gucci var skotinn til bana á tröppum skrifstofu tískuhúss síns í Mílanó fyrir þremur árum.