Umhverfis jörðina á 19 dögum

Breitling loftbelgurinn tilbúinn til flugtaks þann 1. mars.
Breitling loftbelgurinn tilbúinn til flugtaks þann 1. mars. Reuters

Ævintýramennirnir Bertrand Piccard frá Sviss og Brian Jones frá Bretlandi skráðu nafn sitt í sögubækurnar í morgun er þeir flugu Breitling-loftbelg sínum yfir Norður-Afríku og urðu þar með fyrstir manna til að komast hringinn í kringum jörðina í loftbelg.

Það var klukkan 9.54 að íslenskum tíma sem hinn 55 metra hái loftbelgur fór yfir Mauritaniu í Afríku og lauk þar með ferðinni sem var 26.500 mílna löng og tók þá félaga 19 daga. Mikill fögnuður braust út í stjórnstöðinni í Sviss og einnig í loftbelgnum þar sem hann þaut áfram á um 100 kílómetra hraða. Eftir að hafa skálað í kampavíni sögðu stjórnendur á jörðu niðri að nú væri stefnt að því að komast til Egyptalands og lenda belgnum á eða í grennd við pýramída. Einn af þeim fyrstu til að óska félögunum til hamingju var Richard Branson sem hefur gert fjórar misheppnaðar tilraunir til að komast hringinn um jörðina í loftbelg. „Ég er ef til vill dálítið hlutdrægur, en þetta er mikið afrek hjá þeim og í raun er þetta síðasta merkilega metið sem eftir var í flugsögunni," sagði Branson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert