Hong Kong-búar fá loks tækifæri til að sjá tvær risapöndur sem Kínverjar gáfu þeim fyrir tveimur mánuðum. Pandabirnirnir Jia Jia og An An áttu upphaflega að koma fyrir almenningssjónir í apríl, en lengri tíma tók en áformað var að fá þau til að venjast hvort öðru og nýju umhverfi.