Manntjón af völdum vanrækslu í svissnesku Ölpunum?

Fimm af þeim leiðbeinendum, sem lifðu af slysið í ánni Saxeten Brook í svissnesku Ölpunum, eru nú í yfirheyrslu. Að sögn svissneskra yfirvalda er reynt að komast að því hvort mannskaði hafi orðið af völdum vanrækslu.

Ennþá er leitað í ánni, með neðansjávarmyndavélum, að þeim sem hafa verið týndir síðan flóðbylgja gekk yfir gljúfur þar sem hópur manna stundaði íþrótt sína. 19 manns létust í slysinu og tveggja er ennþá saknað. Borin hafa verið kennsl á sjö af hinum látnu. Tveir þeirra voru frá Sviss, tveir frá Bretlandi, tveir frá Ástralíu og einn var frá Nýja-Sjálandi. Fjölskyldur fórnarlambanna koma margar til Sviss í dag, föstudag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka