Neitar sakargiftum

Maður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt 12 ára stúlku í Noregi neitaði statt og stöðugt sakargiftum í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Larvik sem stóð fram til klukkan fjögur í morgun.

Lík Kristin Juel Johannessen fannst úti í skógi á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Lögreglan handtók manninn á heimili hans um fimmleytið í gær og færði hann til yfirheyrslu. Hann á rauða torfæruskellinöðru svipaða þeirri sem vitni sáu nærri morðsstaðnum. Jonny Sveen verjandi mannsins, heldur fram sakleysi skjólstæðings síns, og segir í samtali við fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten að ódæðismaðurinn gangi laus.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert