Reiknað með að þúsundir manna látist af völdum flóðanna í Mósambík

Maður kastar út neti í Xai-Xai, um 300 km. norður …
Maður kastar út neti í Xai-Xai, um 300 km. norður af Maputo, höfuðborg Mósambík. AP

Búist er við að tala látinna af völdum flóðanna í Mósambík eigi eftir að nema nokkrum þúsundum þar sem sjúkdómar muni höggva stór skörð í raðir íbúanna og björgunarfólk eigi enn eftir að komast til einangraðra svæða þar sem búist er við að fólk hafi látist, að því er talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði í samtali við fréttavef Reuters í dag.

Spáð er áframhaldandi rigningu á svæðinu en bandaríski herinn skipuleggur nú alþjóðlegt hjálparstarf í landinu. Allt að 50 þyrlur og 100 bátar eru notaðir við hjálparstarfið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka