Rússnesk yfirvöld viðurkenna mikið mannfall meðal hermanna

Yfirvöld í Rússlandi viðurkenndu í dag að mikið mannfall hefði orðið í röðum hermanna í nýlegum bardögum við uppreisnarmenn í Tsjetsjníu en hermenn hafa reynt að brjóta á bak aftur síðasta vígi uppreisnarmanna. Fjölmiðlar hafa greint frá því að 86 hermenn hafi fallið í átökum í síðustu viku en rússnesk yfirvöld sögðu þá að 31 hefði fallið. Átökin áttu sér stað 29. febrúar í fjöllum í suðurhluta Tsjetsjníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert