Samkomulag náðist ekki á fundi Clintons og Assads

Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna og Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, könnuðu, á fundi sínum í dag, leiðir til að friðarviðræður Sýrlendinga og Ísraelsmanna gætu hafist á ný, en tókst ekki að ná samkomulagi sem myndi gera það að verkum og viðræðurnar hæfust aftur. Clinton er á leið til Bandaríkjanna. Ónafngreindir heimildarmenn AP-fréttastofunnar af forsetaskrifstofunni sögðu að ekki hefði náðst samkomulag líkt og vonast hefði verið til. Stjórnvöld beggja ríkja munu senda frá sér fréttatilkynningu um fundinn. Clinton áformar að ræða við Hosni Mubarak forseta Egyptalands um málið í vikunni en Mubarak kemur til Washington á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka