Tvær nýjar plánetur finnast utan sólkerfisins

Tveir bandarískir stjarnfræðingar hafa fundið tvær áður óþekktar reikistjörnur utan sólkerfis jarðarinnar og eru þær örlitlu stærri en Satúrnus.

Með uppgötvuninni er fjöldi reikistjarna sem fundist hafa utan sólkerfisins orðinn 32. Þær eru allar á sporöskjulaga braut um stjörnur sínar. Reikistjörnurnar tvær sem stjarnfræðingarnir Geoffrey Marcy og Paul Butler fundu eru þær einu sem eru minni en Júpíter, sem er þrisvar sinnum stærri að massa til en Satúrnus og 95 sinnum massameiri en jörðin. Önnur stjarnan hefur 80% massa Satúrnusar og er á braut um stjörnuna HD46375 í 109 ljósára fjarlægð frá jörðu í stjörnumerkinu einhyrningnum. Hin er örlitlu minni, eða með 70% massa Satúrnusar, í 117 ljósára fjarlægð og á braut um 79 Ceti, eða HD16141. Á henni er yfirborðshiti talinn vera 830 gráður á celsíus en 1.130 gráður á þeirri stærri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka