Starfsmaður CIA rekinn vegna loftárásar á kínverska sendiráðið

Starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hefur verið rekinn fyrir að bera ábyrgð á að loftárás var gerð á kínverska sendiráðið í Belgrad í Júgóslavíu meðan á loftárásum Atlantshafsbandalagsins stóð á síðasta ári. Að sögn ónafngreinds embættismanns CIA fengu sex aðrir starfsmenn áminningu en einn starfsmaður, sem lýsti áhyggjum af væntanlegu skotmarki áður en árásins var gerð, fékk sérstakt lof frá George Tenet forstjóra CIA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert