Aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að hætta pólitískum refsiaðgerðum gegn Austurríki. Þetta var tilkynnt formlega klukkan 17 í dag. 14 aðildarríki ESB birtu þá sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að sérstakrar árvekni gagnvart Freslisflokki Jörgs Haiders í Austurríki en aðild flokksins að austurrísku ríkisstjórninni leiddi til refsiaðgerðinna í febrúar.