Fyrsta forsetafrúin sem vinnur kosningar

Bill Clinton mætti á staðinn til að styðja konu sína …
Bill Clinton mætti á staðinn til að styðja konu sína í kosningunum. AP

Bandaríska forsetafrúin, Hillary Rodham Clinton, vann öruggan sigur á mótframbjóðenda sínum, dr. Mark McMahon, í kosningum demókrataflokksins um útnefningu til að keppa fyrir hönd flokksins um öldungadeildarþingsæti New York. Hún keppir við repúblikanann Rick Lazio um sætið.

Aðeins 20% demókrata í New York tóku þátt í kosningunum og hlaut frú Clinton 82% atkvæða á móti 12% atkvæðum McMahons. Talið er fullvíst að slagurinn um öldungadeildarsætið sjálft verði mun harðari, en frú Clinton og Lazio njóta bæði vinsælda meðal kjósenda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert