Bandaríska forsetafrúin, Hillary Rodham Clinton, vann öruggan sigur á mótframbjóðenda sínum, dr. Mark McMahon, í kosningum demókrataflokksins um útnefningu til að keppa fyrir hönd flokksins um öldungadeildarþingsæti New York. Hún keppir við repúblikanann Rick Lazio um sætið.