Stærsti olíudreifandi í Bretlandi, Esso, hætti síðdegis við að hækka verð á bensíni og díselolíu en í dag tilkynnti félagið að það hefði fyrir tveimur dögum hækkað verð á bensínlítra um sem svarar 2,30 krónum og verð á díselolíu um nærri 5 krónur. Tony Blair brást óvæða við tilkynningu félagins sem kom á sama tíma og atvinnubílstjórar tilkynntu að þeir hefðu ákveðið að hætta mótmælaaðgerðum vegna hás eldsneytisverðs. Fáir höfðu tekið eftir verðhækkuninni þar sem eldsneytislaust hefur verið á bensínstöðvum síðustu daga.