Esso hættir við verðhækkun í Bretlandi

Stærsti olíudreifandi í Bretlandi, Esso, hætti síðdegis við að hækka verð á bensíni og díselolíu en í dag tilkynnti félagið að það hefði fyrir tveimur dögum hækkað verð á bensínlítra um sem svarar 2,30 krónum og verð á díselolíu um nærri 5 krónur. Tony Blair brást óvæða við tilkynningu félagins sem kom á sama tíma og atvinnubílstjórar tilkynntu að þeir hefðu ákveðið að hætta mótmælaaðgerðum vegna hás eldsneytisverðs. Fáir höfðu tekið eftir verðhækkuninni þar sem eldsneytislaust hefur verið á bensínstöðvum síðustu daga.

Olíufélagið sagði í yfirlýsingu í dag að tímasetning verðhækkunarinnar hefði verið mjög óheppileg. Félagið vildi gera sitt til að stuðla að því að eldsneytisbirgðir berist fljótt og vel til bensínstöðva og því hafi verið ákveðið að lækka verðið aftur. Gefið var hins vegar til kynna að vænta megi verðhækkunar á næstunni. Olíufélagið TotalFinaElf, sem einnig tilkynnti um verðhækkun í dag, vildi ekki tjá sig um hvort það ætlaði að feta í fótspor Esso og lækka aftur. Önnur bresk olíufélög breyttu ekki verðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka