Maður vopnaður hnífi rændi Airbus 320 farþegaflugvél með 144 manns innanborðs á leið frá Katar til Jórdaníu í dag. Maðurinn neyddi flugstjórann til að lenda í Sádi-Arabíu þar sem hann gafst upp. Ekki er ljóst hvað vakti fyrir manninum en talsmaður ríkisflugfélagsins í Katar segir að flugfélagið sé í sambandi við stjórnvöld í Sádi-Arabíu.