Forseti Perú boðar til kosninga í kjölfar hneykslismáls

Alberto Fujimori forseti Perú segist ætla að boða til kosninga …
Alberto Fujimori forseti Perú segist ætla að boða til kosninga og hefur látið í veðri vaka að hann muni ekki bjóða sig fram í þeim. Reuters

Alberto Fujimori forseti Perú hefur sagt ætla að boða til nýrra kosninga í landinu og hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í þeim. Forsetinn greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi strax eftir að myndband, sem sýndi öryggisfulltrúa hans reyna að bjóða fulltrúa stjórnarandstöðunnar á þingi mútur, komst í hámæli. Á myndbandinu er Luis Alberto Kouri, fulltrúa stjórnarandstöðunnar, afhentar 1,2 milljónir ísl. króna, en hann hefur hins vegar neitað að hafa tekið við peningunum. Tilkynning forsetans er sögð hafa vakið athygli í Perú og andstæðingar forsetans eru sagðir hafa haldið út á götur og fagnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert