Forseti Perú boðar til kosninga í kjölfar hneykslismáls

Alberto Fujimori forseti Perú segist ætla að boða til kosninga …
Alberto Fujimori forseti Perú segist ætla að boða til kosninga og hefur látið í veðri vaka að hann muni ekki bjóða sig fram í þeim. Reuters

Alberto Fujimori forseti Perú hefur sagt ætla að boða til nýrra kosninga í landinu og hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í þeim. Forsetinn greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi strax eftir að myndband, sem sýndi öryggisfulltrúa hans reyna að bjóða fulltrúa stjórnarandstöðunnar á þingi mútur, komst í hámæli. Á myndbandinu er Luis Alberto Kouri, fulltrúa stjórnarandstöðunnar, afhentar 1,2 milljónir ísl. króna, en hann hefur hins vegar neitað að hafa tekið við peningunum. Tilkynning forsetans er sögð hafa vakið athygli í Perú og andstæðingar forsetans eru sagðir hafa haldið út á götur og fagnað.

Segir á frétavef BBC að hvað eftir annað hafi fulltrúar stjórnarandstöðunnar dregið úr andstöðu sinni við forsetann og flúið yfir í flokk hans, sem hefur nú náð meirihluta á þingi á ný. Fujimori hefur verið við völd í landinu síðan 1990 og var kjörinn í þriðja sinn í maí en háværar raddir voru uppi um að kosningarnar hafi ekki farið heiðarlega fram. Myndbandsupptakan hefur vakið sterk viðbrögð í Preú og hvatti Alejandro Toledo, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð og að stjórnarandstaðan snéri saman bökum og styddi einn frambjóðenda fyrir næstu kosningar. Þrátt fyrir að Fujimori hafi látið í veðri vaka að hann ætli ekki að bjóða sig fram aftur hefur hann ekki gefið upp hvenær næstu kosningar verða haldnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert