Níu manns bjargað úr flaki kúbversku flugvélarinnar

Þessi flugvél er af gerðinni Antonov AN-2 Colt og er …
Þessi flugvél er af gerðinni Antonov AN-2 Colt og er sömu gerðar og sú sem fórst í morgun. AP

Níu manns hefur verið bjargað úr flaki flugvélarinnar sem rænt var á Kúbu í dag en hún fórst á Flórídasundi, um 25 km suður af Marquesas Keys. Talið er að um 18 manns hafi verið innanborðs. Einn hefur fundist látinn. Fraktskipið Chios Dream bjargaði þessum níu en þeir voru umsvifalaust fluttir á sjúkrahús. Ekki er vitað um ástand þeirra sem stendur. Sjórinn er heitur og gefur það aukna von um að fleiri eigi eftir að finnast á lífi.

Flugvélin var af gerðinni Antonov AN-2 Colt og mun hafa verið búin til lendingar á vatni. Mun hún þó aðeins hafa haft bensín til rúmlega klukkustundar flugs er henni var rænt í morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert