329 manns hafa látist af völdum flóða í Suðaustur-Asíu

Stúlka notar sigti til að reyna að veiða smáfisk úr …
Stúlka notar sigti til að reyna að veiða smáfisk úr Mekong-á. Flóð í Suðaustur-Asíu hafa heimt 329 mannslíf. AP

Um 176.000 íbúa Kambódíu hafa flúið heimili síns vegna flóða sem hafa orðið 329 manneskjum að aldurtila í Suðaustur-Asíu frá því Mekong-áin flæddi fyir bakka sína.

Stjórnvöld, sem hafa úr litlu fjármagni að spila, reyna að ná til þeirra sem eru innlyksa af völdum flóðanna og hafa heitið fjölskyldum, sem misst hafa ástvin í flóðunum, aukinni aðstoð, að því er talsmaður ríkisstjórnarinnar greindi frá í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hve mikla fjármuni sé að ræða. Tala látinna í Kambódíu hefur náð 173, og hefur hækkað um tæpan fjórðung frá því í síðustu viku, þegar dánartölur frá landsbyggðinni fóru að berast. Regntíminn sem hófst í júlí hefur orðið til þess að vatnsmagn Mekong-ár hefur aukist fram úr hófi auk þeirra áa sem úr Mekong-á renna, í gegnum Kambódíu, Víetnam, Laós og Taíland. Flóðin hafa bitnað á rúmlega 4,5 milljónum manna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka