Aðgerðarsinnar gegn alþjóðavæðingu mótmæla í Prag

Fimm þúsund manns, aðgerðarsinnar úr öllum áttum, eru nú saman …
Fimm þúsund manns, aðgerðarsinnar úr öllum áttum, eru nú saman komnir á einu torgi borgarinnar og kalla, "stöðvum efnahagslega ógnvaldinn núna". AP

Mótmælin gegn Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, IMF, og Alþjóðabankanum halda áfram í Prag þar sem árlegur fundur stofnananna fer fram. Fimm þúsund manns, aðgerðasinnar úr öllum áttum, eru nú saman komnir á einu torgi borgarinnar og kalla, "stöðvum efnahagslega ógnvaldinn núna". Aðgerðarsinnar, sem eru á móti efnahagslegri alþjóðavæðingu hafa gert þessar tvær alþjóðlegu stofnanir að helsta skotspóni sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert